Lögfræðiálit skattsins taldi skylt að afhenda skattskýrslur Trump Kjartan Kjartansson skrifar 22. maí 2019 10:54 Kröfur þingnefnda um skattskýrslur Trump forseta koma til kasta fjármálaráðuneytisins og skattstofunnar. Vísir/EPA Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna er skylt að afhenda skattskýrslur krefjist þingnefndir þeirra nema ef forsetinn krefst sérstaklega leyndar um þær. Þetta kemur fram í lögfræðiáliti sem var unnið innan skattstofu Bandaríkjanna sem Washington Post komst yfir. Ráðuneytið hefur hafnað því að afhenda þinginu skattskýrslur Donalds Trump forseta. Harðar deilur hafa staðið yfir á milli Hvíta hússins og þingnefnda sem demókratar stýra um aðgang að fjárhagsupplýsingum um Trump forseta. Fjárlaganefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings óskaði eftir skattskýrslunum sem Trump hefur staðfastlega neitað að gera opinberar. Steve Mnuchin, fjármálaráðherra, hafnaði beiðni formanns hennar, jafnvel eftir að stefna var gefin út. Rök ráðuneytisins hafa verið þau að þingnefndir geti aðeins fengið skattskýrslur einstaklinga afhentar ef þær þurfa á þeim að halda fyrir lagasetningu. Þingnefndirnar skorti lögmæta ástæðu til þess að krefjast skattskýrslna Trump. Lagaákvæðið sem fjárlaganefndin byggði kröfu sína á virðist engu að síður ekki gera ráð fyrir neins konar takmörkunum á hvenær Bandaríkjaþing geti óskað eftir skattskýrslum.Þurfi ekki sérstaka ástæðu til að krefjast skattskýrslna Lögfræðiálit sem unnið var hjá skattstofu Bandaríkjanna (IRS) gengur í þverhögg við rökstuðning ríkisstjórnar Trump um að synja beiðnum um skattskýrslurnar. Í því segir að fjármálaráðherranum beri skylda til að afhenda skýrslur sem formenn þingnefnda sem koma að því að semja lög um skattheimtu óska eftir. Fjárlaganefnd fulltrúadeildarinnar er ein þeirra nefnda. Minnisblaðið hefur ekki áður verið gert opinbert. Í því er fullyrt að ólíkt því sem Mnuchin hefur haldið fram þá þurfi þingnefndirnar ekki að hafa sérstaka ástæðu til að krefjast skattskýrslnanna. Eina tilfellið þar sem skattstofan gæti hafnað því að verða við stefnu frá þingnefnd væri ef forsetinn nýtti vald sitt til að krefjast trúnaðar um skýrslurnar. Það vald hefur fyrst og fremst verið talið ná til skrafs og ráðagerða innan framkvæmdavaldsins. Afar óvenjulegt væri af forsetinn ætlaði að láta slíkan trúnað ná yfir skattskýrslur sínar. IRS segir að minnisblaðið hafi verið drög sem lögfræðingur á skrifstofu yfirlögfræðings skattstofunnar skrifaði. Efni þess væri ekki „opinber afstaða“ embættisins. Hvorki Charles Retting, skattstjóri Bandaríkjanna, né Michael Desmond, yfirlögfræðingur embættisins, hafi vitað af álitinu fyrr en Washington Post bar það undir þá í vikunni. Minnisblaðið hafi ekki verið sent fjármálaráðuneytinu. Talsmaður fjármálaráðuneytisins segir að minnisblaðið grafi ekki undan rökstuðningi þess fyrir því að hafna kröfum þingsins um skattskýrslurnar. Ráðuneytið byggi á lögfræðiáliti dómsmálaráðuneytisins. Bæði ráðuneytin hafa hafnað kröfum um að það álit verði birt opinberlega. Heimildarmaður Washington Post innan fjármálaráðuneytisins segir að hún sé í þröngri stöðu. Trump forseti hafi þegar ákveðið að skattskýrslur hans verði ekki afhentar og Mnuchin sé eindreginn bandamaður hans sem var meðal annars fjármálastjóri framboðs hans. „Ákvörðunin hefur verið tekin. Nú er það upp á okkur komið að reyna að réttlæta hana,“ segir embættismaðurinn sem óskaði eftir nafnleynd til að ræða um trúnaðarsamtöl innan ráðuneytisins. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump áfrýjar úrskurði um fjárhagsupplýsingar hans Alríkisdómari úrskurðaði í gær að þingnefnd mætti krefjast gagnanna. Forsetinn hefur nú áfrýjað til æðra dómstigs. 21. maí 2019 14:52 Trump tapaði svo miklu að hann greiddi engan tekjuskatt Gögn sem New York Times komst yfir benda til þess að fyrirtæki Bandaríkjaforseta hafi tapað rúmum 143 milljörðum íslenskra króna á 9. og 10. áratug síðustu aldar. 8. maí 2019 11:00 Fjármálaráðherrann neitar að afhenda skattskýrslur Trump Fordæmalaust er að fjármálaráðherra hafni kröfu þingnefndar um upplýsingarnar sem virðist byggjast á skýrri lagaheimild. 7. maí 2019 13:10 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Sjá meira
Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna er skylt að afhenda skattskýrslur krefjist þingnefndir þeirra nema ef forsetinn krefst sérstaklega leyndar um þær. Þetta kemur fram í lögfræðiáliti sem var unnið innan skattstofu Bandaríkjanna sem Washington Post komst yfir. Ráðuneytið hefur hafnað því að afhenda þinginu skattskýrslur Donalds Trump forseta. Harðar deilur hafa staðið yfir á milli Hvíta hússins og þingnefnda sem demókratar stýra um aðgang að fjárhagsupplýsingum um Trump forseta. Fjárlaganefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings óskaði eftir skattskýrslunum sem Trump hefur staðfastlega neitað að gera opinberar. Steve Mnuchin, fjármálaráðherra, hafnaði beiðni formanns hennar, jafnvel eftir að stefna var gefin út. Rök ráðuneytisins hafa verið þau að þingnefndir geti aðeins fengið skattskýrslur einstaklinga afhentar ef þær þurfa á þeim að halda fyrir lagasetningu. Þingnefndirnar skorti lögmæta ástæðu til þess að krefjast skattskýrslna Trump. Lagaákvæðið sem fjárlaganefndin byggði kröfu sína á virðist engu að síður ekki gera ráð fyrir neins konar takmörkunum á hvenær Bandaríkjaþing geti óskað eftir skattskýrslum.Þurfi ekki sérstaka ástæðu til að krefjast skattskýrslna Lögfræðiálit sem unnið var hjá skattstofu Bandaríkjanna (IRS) gengur í þverhögg við rökstuðning ríkisstjórnar Trump um að synja beiðnum um skattskýrslurnar. Í því segir að fjármálaráðherranum beri skylda til að afhenda skýrslur sem formenn þingnefnda sem koma að því að semja lög um skattheimtu óska eftir. Fjárlaganefnd fulltrúadeildarinnar er ein þeirra nefnda. Minnisblaðið hefur ekki áður verið gert opinbert. Í því er fullyrt að ólíkt því sem Mnuchin hefur haldið fram þá þurfi þingnefndirnar ekki að hafa sérstaka ástæðu til að krefjast skattskýrslnanna. Eina tilfellið þar sem skattstofan gæti hafnað því að verða við stefnu frá þingnefnd væri ef forsetinn nýtti vald sitt til að krefjast trúnaðar um skýrslurnar. Það vald hefur fyrst og fremst verið talið ná til skrafs og ráðagerða innan framkvæmdavaldsins. Afar óvenjulegt væri af forsetinn ætlaði að láta slíkan trúnað ná yfir skattskýrslur sínar. IRS segir að minnisblaðið hafi verið drög sem lögfræðingur á skrifstofu yfirlögfræðings skattstofunnar skrifaði. Efni þess væri ekki „opinber afstaða“ embættisins. Hvorki Charles Retting, skattstjóri Bandaríkjanna, né Michael Desmond, yfirlögfræðingur embættisins, hafi vitað af álitinu fyrr en Washington Post bar það undir þá í vikunni. Minnisblaðið hafi ekki verið sent fjármálaráðuneytinu. Talsmaður fjármálaráðuneytisins segir að minnisblaðið grafi ekki undan rökstuðningi þess fyrir því að hafna kröfum þingsins um skattskýrslurnar. Ráðuneytið byggi á lögfræðiáliti dómsmálaráðuneytisins. Bæði ráðuneytin hafa hafnað kröfum um að það álit verði birt opinberlega. Heimildarmaður Washington Post innan fjármálaráðuneytisins segir að hún sé í þröngri stöðu. Trump forseti hafi þegar ákveðið að skattskýrslur hans verði ekki afhentar og Mnuchin sé eindreginn bandamaður hans sem var meðal annars fjármálastjóri framboðs hans. „Ákvörðunin hefur verið tekin. Nú er það upp á okkur komið að reyna að réttlæta hana,“ segir embættismaðurinn sem óskaði eftir nafnleynd til að ræða um trúnaðarsamtöl innan ráðuneytisins.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump áfrýjar úrskurði um fjárhagsupplýsingar hans Alríkisdómari úrskurðaði í gær að þingnefnd mætti krefjast gagnanna. Forsetinn hefur nú áfrýjað til æðra dómstigs. 21. maí 2019 14:52 Trump tapaði svo miklu að hann greiddi engan tekjuskatt Gögn sem New York Times komst yfir benda til þess að fyrirtæki Bandaríkjaforseta hafi tapað rúmum 143 milljörðum íslenskra króna á 9. og 10. áratug síðustu aldar. 8. maí 2019 11:00 Fjármálaráðherrann neitar að afhenda skattskýrslur Trump Fordæmalaust er að fjármálaráðherra hafni kröfu þingnefndar um upplýsingarnar sem virðist byggjast á skýrri lagaheimild. 7. maí 2019 13:10 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Sjá meira
Trump áfrýjar úrskurði um fjárhagsupplýsingar hans Alríkisdómari úrskurðaði í gær að þingnefnd mætti krefjast gagnanna. Forsetinn hefur nú áfrýjað til æðra dómstigs. 21. maí 2019 14:52
Trump tapaði svo miklu að hann greiddi engan tekjuskatt Gögn sem New York Times komst yfir benda til þess að fyrirtæki Bandaríkjaforseta hafi tapað rúmum 143 milljörðum íslenskra króna á 9. og 10. áratug síðustu aldar. 8. maí 2019 11:00
Fjármálaráðherrann neitar að afhenda skattskýrslur Trump Fordæmalaust er að fjármálaráðherra hafni kröfu þingnefndar um upplýsingarnar sem virðist byggjast á skýrri lagaheimild. 7. maí 2019 13:10