Fótbolti

Enn eitt markið hjá Elíasi dugði ekki til

Anton Ingi Leifsson skrifar
Elías fagnar marki sínu í kvöld.
Elías fagnar marki sínu í kvöld. vísir/getty
Elías Már Ómarsson skoraði mark Excelsior er liðið gerði 1-1 jafntefli við RKW Waalwijk í síðari leik liðanna í umspili um sæti í hollensku úrvalsdeildinni að ári.

Fyrri leikur liðanna endaði með 2-1 sigri Waalwijk og því var á rammann reip að draga fyrir Elías Már, Mikael Anderson og félaga í kvöld.

Sjá einnig:Elías Már í hópi með Frenkie de Jong, Martin Ødegaard og Robin van Persie

Ekki skánaði ástandið á 37. mínútu er Stijn Spierings kom Waalwijk yfir en á 49. mínútu jafnaði Elías Már metin með enn einu marki sínu upp á síðkastið.

Fleiri urðu mörkin ekki og Waalwijk vinnur því einvígið 3-2. Elías Már var tekinn af velli fyrir Mikael Anderson fimm mínútum fyrir leikslok en Excelsior er fallið niður í B-deildina.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×