Fótbolti

Enn eitt markið hjá Elíasi dugði ekki til

Anton Ingi Leifsson skrifar
Elías fagnar marki sínu í kvöld.
Elías fagnar marki sínu í kvöld. vísir/getty

Elías Már Ómarsson skoraði mark Excelsior er liðið gerði 1-1 jafntefli við RKW Waalwijk í síðari leik liðanna í umspili um sæti í hollensku úrvalsdeildinni að ári.

Fyrri leikur liðanna endaði með 2-1 sigri Waalwijk og því var á rammann reip að draga fyrir Elías Már, Mikael Anderson og félaga í kvöld.

Sjá einnig: Elías Már í hópi með Frenkie de Jong, Martin Ødegaard og Robin van Persie

Ekki skánaði ástandið á 37. mínútu er Stijn Spierings kom Waalwijk yfir en á 49. mínútu jafnaði Elías Már metin með enn einu marki sínu upp á síðkastið.

Fleiri urðu mörkin ekki og Waalwijk vinnur því einvígið 3-2. Elías Már var tekinn af velli fyrir Mikael Anderson fimm mínútum fyrir leikslok en Excelsior er fallið niður í B-deildina.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.