Fótbolti

Elías Már í hópi með Frenkie de Jong, Martin Ødegaard og Robin van Persie

Anton Ingi Leifsson skrifar
Elías Már fagnar eftir sigur.
Elías Már fagnar eftir sigur. vísir/getty

Elías Már Ómarsson, framherji Excelsior í Hollandi, var í gær valinn leikmaður mánaðarins í hollensku úrvalsdeildinni.

Elías Már hefur verið funheitur í mánuðinum með Excelsior og hefur raðað inn mörkunum. Hann var því verðlaunaður með leikmanni mánðarins.

Það er ekki slæmur hópur sem Keflvíkingurinn er í því leikmenn eins og Frenkie de Jong, Robin van Persie og Martin Ødegaard hafa allir verið á meðal þeirra sem hafa verið valdir leikmenn mánaðarins í Hollandi í vetur.

Excelsior er í umspili um laust sæti í deildinni á næstu leiktíð en þeir töpuðu fyrri leiknum gegn Waalwijk 2-1. Síðari leikurinn fer fram í kvöld.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.