Erlent

Mikið tjón í Jefferson eftir hvirfilbyl

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Tjónið er mikið eftir hvirfilbylinn.
Tjónið er mikið eftir hvirfilbylinn. twitter

Öflugur hvirfilbylur gekk yfir Jefferson í Missouri í Bandaríkjunum í nótt og er tjónið mikið að sögn veðurstofunnar þar í landi.

Jefferson er höfuðborg ríkisins en hún er í um 200 kílómetra fjarlægð frá stórborginni St. Louis. Ekkert manntjón virðist hafa orðið í óveðrinu en lögregla fékk fjölda símtala frá fólki sem var fast í braki húsa sinna.

Þá fór rafmagnið af stórum hluta borgarinnar. Veðurspáin gefur ekki tilefni til bjartsýni og jafnvel er hætta á fleiri hvirfilbyljum á svæðinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.