Fótbolti

Samúel Kári reimaði á sig markaskóna í bikarsigri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Samúel Kári Friðjónsson.
Samúel Kári Friðjónsson. vísir/vilhelm

Samúel Kári Friðjónsson var á skotskónum í norska bikarnum í kvöld en miðjumaðurinn skoraði tvö mörk í 4-1 sigri Víking á D-deildarliðinu Hinna.

Eftir tuttugu mínútna leik var það Keflvíkingurinn sem kom Víkingi yfir en níu mínútum síðar tvöfaldaði Zlatko Tripic forystuna.

Það er ekki oft sem Samúel finnur netmöskvana en hann gerði það tvisvar í kvöld því hann skoraði þriðja mark Víking á 37. mínútu leiksins.

Í upphafi síðari hálfleiks minnkaði Hinna muninn en Zlatko bætti við öðru marki sínu og fjórða marki Víking átta mínútum fyrir leikslok. Lokatölur 4-1.

Víking er því komið í þriðju umferð bikarkeppninnar, 32-liða úrslitin.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.