Fótbolti

Hugur Rooney leitar í þjálfun

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rooney í leik með DC United.
Rooney í leik með DC United. vísir/getty
Wayne Rooney, leikmaður DC United í bandarísku MLS-deildinni, vill gjarnan fara í þjálfun er hann leggur fótboltaskóna á hilluna.

Rooney er á sínu öðru tímabili í Bandaríkjunum eftir að hafa farið til Bandaríkjanna frá uppeldisfélaginu, Everton, síðasta sumar. Hann hefur skorað sjö mörk í þrettán leikjum á tímabilinu.

Þessi 33 ára gamli fyrrum enski landsliðsmaður sagði í samtali við hlaðvarpið KJ & Caldwell að hann sé nú þegar byrjaður að hugsa um að fara í þjálfun eftir ferilinn.

„Þjálfun. Ég hef verið allt mitt líf í fótbolta,“ sagði hann aðspurður hvað hann ætli að gera er ferlinum lýkur. „Þetta er eitthvað sem ég elska og ég held að það væri skömm að reyna ekki fyrir sér í þjálfun.“

„Ég hef séð marga leikmenn sem ég hef spilað með og hafa mikla þekkingu ekki fara í þjálfun og mér finnst skömm af því. Það er það sem ég mun gera. Ég er að vinna í þjálfunargráðu og ég mun vonandi fá tækifærið,“ sagði Rooney.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×