Meiri eftirspurn eftir liðskiptaaðgerðum en reiknað var með Heimir Már Pétursson skrifar 23. maí 2019 20:30 Þörfin fyrir liðskiptaaðgerðir reyndist meiri en gert var ráð fyrir í upphafi þriggja ára átaks til að fækka fólki á biðlistum eftir slíkum aðgerðum. Aðgerðum hefur fjölgað en eftirspurnin eftir þeim hefur aukist töluvert umfram það. Auknir fjármunir voru settir áttak til að fækka fólki á biðlistum eftir liðskiptaaðgerðum á Landsspítalanum og sjúkrahúsunum á Akureyri og Akranesi á þriggja ára tímabili frá 2016 til 2018. Í skýrslu landlæknis um hvernig til tókst kemur fram að aðgerðatíðni á Íslandi hafi vaxið töluvert á þessum þremur árum og nálgist tíðnina í nágrannalöndum. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir meginástæðu þess að ekki hafi tekist að stytta biðtímann eins mikið og ráð hafi verið gert fyrir sé að eftirspurnin eftir þessum aðgerðum hafi vaxið hraðar en búist hafi verið við. „Við sjáum að það er að nást verulegur árangur í að fjölga aðgerðum. En hins vegar eru biðlistarnir enn þá mjög langir. Biðtíminn er kannski betri mælikvarði og hann er enn þá óásættanlegur. Hann er of langur miðað við alla okkar mælikvarða en hann hefur styst,“ segir Svandís. Lausnir þurfi að koma fram víða í heilbrigðiskerfinu meðal annars með því að létta á Landsspítalanum með fjölgun hjúkrunarheimila, aukinni heimahjúkrun þannig að það losni um legurými á spítalanum og bæta úr skorti á starfsfólki. Í skýrslu landlæknis kemur fram að sjúkrahúsið á Akureyri geti bætt við sig aðgerðum. „Við erum að tala um að þessir sem hafa þurft að fara utan á fjórum árum séu innan við fimmtíu manns. Þannig að miðað við heildartöluna eru það ekki ýkja margir og ef sjúkrahúsið á Akureyri getur bætt við sig einhverjum tugum gæti það mál verið leyst,“ segir heilbrigðisráðherra.Aðgerðir í útlöndum Í fréttum að undanförnu hefur verið greint frá fólki sem gefist hefur upp á biðinni eftir aðgerð og farið til útlanda til að fá lausn meina sinna og hafa Sjúkratryggingar Íslands greitt kostnað vegna aðgerðanna. María Heimisdóttir forstjóri SÍ segir stofnunina hafa tiltekið fjármagn til að greiða fyrir aðgerðum fólks í öðrum löndum sem beðið hafi óhóflega lengi. Þá geti fólk samkvæmt Evrópureglum almennt sótt heilbrigðisþjónustu í útlöndum og fengið kostnaðinn greiddan. Einkarekin heilbrigðisfyrirtæki hafa sýnt áhuga á að sinna liðskiptaaðgerðum en engir samningar eru til um það. „Það er ekkert nema gott að segja um það að menn hafi áhuga á að veita heilbrigðisþjónustu. En það má ekki gleyma því að það fjármagn sem er til staðar hefur þegar verið ráðstafað í liðskiptaaðgerðir á sjúkrahúsunum,“ segir María. Þá kveði lög á um að útvistun einstakra verkefna megi ekki raska getu hins opinbera heilbrigðiskerfis til að sinna hlutverki sínu. Ef útvista ætti þessum aðgerðum þyrfti að meta málið í heild sinni og væntanlega fara síðan í útboð. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Biðlistar enn mjög langir og biðtími óásættanlegur Biðtími sjúklinga eftir liðskiptaaðgerðum hefur styst með þriggja ára átaki heilbrigðisyfirvalda en er enn langt umfram viðmið samkvæmt skýrslu landlæknisembættisins um árangur átaksins. Aðgerðum hefur fjölgað en eftirspurnin eftir þeim hefur einnig aukist umtalsvert. 23. maí 2019 14:28 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira
Þörfin fyrir liðskiptaaðgerðir reyndist meiri en gert var ráð fyrir í upphafi þriggja ára átaks til að fækka fólki á biðlistum eftir slíkum aðgerðum. Aðgerðum hefur fjölgað en eftirspurnin eftir þeim hefur aukist töluvert umfram það. Auknir fjármunir voru settir áttak til að fækka fólki á biðlistum eftir liðskiptaaðgerðum á Landsspítalanum og sjúkrahúsunum á Akureyri og Akranesi á þriggja ára tímabili frá 2016 til 2018. Í skýrslu landlæknis um hvernig til tókst kemur fram að aðgerðatíðni á Íslandi hafi vaxið töluvert á þessum þremur árum og nálgist tíðnina í nágrannalöndum. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir meginástæðu þess að ekki hafi tekist að stytta biðtímann eins mikið og ráð hafi verið gert fyrir sé að eftirspurnin eftir þessum aðgerðum hafi vaxið hraðar en búist hafi verið við. „Við sjáum að það er að nást verulegur árangur í að fjölga aðgerðum. En hins vegar eru biðlistarnir enn þá mjög langir. Biðtíminn er kannski betri mælikvarði og hann er enn þá óásættanlegur. Hann er of langur miðað við alla okkar mælikvarða en hann hefur styst,“ segir Svandís. Lausnir þurfi að koma fram víða í heilbrigðiskerfinu meðal annars með því að létta á Landsspítalanum með fjölgun hjúkrunarheimila, aukinni heimahjúkrun þannig að það losni um legurými á spítalanum og bæta úr skorti á starfsfólki. Í skýrslu landlæknis kemur fram að sjúkrahúsið á Akureyri geti bætt við sig aðgerðum. „Við erum að tala um að þessir sem hafa þurft að fara utan á fjórum árum séu innan við fimmtíu manns. Þannig að miðað við heildartöluna eru það ekki ýkja margir og ef sjúkrahúsið á Akureyri getur bætt við sig einhverjum tugum gæti það mál verið leyst,“ segir heilbrigðisráðherra.Aðgerðir í útlöndum Í fréttum að undanförnu hefur verið greint frá fólki sem gefist hefur upp á biðinni eftir aðgerð og farið til útlanda til að fá lausn meina sinna og hafa Sjúkratryggingar Íslands greitt kostnað vegna aðgerðanna. María Heimisdóttir forstjóri SÍ segir stofnunina hafa tiltekið fjármagn til að greiða fyrir aðgerðum fólks í öðrum löndum sem beðið hafi óhóflega lengi. Þá geti fólk samkvæmt Evrópureglum almennt sótt heilbrigðisþjónustu í útlöndum og fengið kostnaðinn greiddan. Einkarekin heilbrigðisfyrirtæki hafa sýnt áhuga á að sinna liðskiptaaðgerðum en engir samningar eru til um það. „Það er ekkert nema gott að segja um það að menn hafi áhuga á að veita heilbrigðisþjónustu. En það má ekki gleyma því að það fjármagn sem er til staðar hefur þegar verið ráðstafað í liðskiptaaðgerðir á sjúkrahúsunum,“ segir María. Þá kveði lög á um að útvistun einstakra verkefna megi ekki raska getu hins opinbera heilbrigðiskerfis til að sinna hlutverki sínu. Ef útvista ætti þessum aðgerðum þyrfti að meta málið í heild sinni og væntanlega fara síðan í útboð.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Biðlistar enn mjög langir og biðtími óásættanlegur Biðtími sjúklinga eftir liðskiptaaðgerðum hefur styst með þriggja ára átaki heilbrigðisyfirvalda en er enn langt umfram viðmið samkvæmt skýrslu landlæknisembættisins um árangur átaksins. Aðgerðum hefur fjölgað en eftirspurnin eftir þeim hefur einnig aukist umtalsvert. 23. maí 2019 14:28 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira
Biðlistar enn mjög langir og biðtími óásættanlegur Biðtími sjúklinga eftir liðskiptaaðgerðum hefur styst með þriggja ára átaki heilbrigðisyfirvalda en er enn langt umfram viðmið samkvæmt skýrslu landlæknisembættisins um árangur átaksins. Aðgerðum hefur fjölgað en eftirspurnin eftir þeim hefur einnig aukist umtalsvert. 23. maí 2019 14:28