Meiri eftirspurn eftir liðskiptaaðgerðum en reiknað var með Heimir Már Pétursson skrifar 23. maí 2019 20:30 Þörfin fyrir liðskiptaaðgerðir reyndist meiri en gert var ráð fyrir í upphafi þriggja ára átaks til að fækka fólki á biðlistum eftir slíkum aðgerðum. Aðgerðum hefur fjölgað en eftirspurnin eftir þeim hefur aukist töluvert umfram það. Auknir fjármunir voru settir áttak til að fækka fólki á biðlistum eftir liðskiptaaðgerðum á Landsspítalanum og sjúkrahúsunum á Akureyri og Akranesi á þriggja ára tímabili frá 2016 til 2018. Í skýrslu landlæknis um hvernig til tókst kemur fram að aðgerðatíðni á Íslandi hafi vaxið töluvert á þessum þremur árum og nálgist tíðnina í nágrannalöndum. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir meginástæðu þess að ekki hafi tekist að stytta biðtímann eins mikið og ráð hafi verið gert fyrir sé að eftirspurnin eftir þessum aðgerðum hafi vaxið hraðar en búist hafi verið við. „Við sjáum að það er að nást verulegur árangur í að fjölga aðgerðum. En hins vegar eru biðlistarnir enn þá mjög langir. Biðtíminn er kannski betri mælikvarði og hann er enn þá óásættanlegur. Hann er of langur miðað við alla okkar mælikvarða en hann hefur styst,“ segir Svandís. Lausnir þurfi að koma fram víða í heilbrigðiskerfinu meðal annars með því að létta á Landsspítalanum með fjölgun hjúkrunarheimila, aukinni heimahjúkrun þannig að það losni um legurými á spítalanum og bæta úr skorti á starfsfólki. Í skýrslu landlæknis kemur fram að sjúkrahúsið á Akureyri geti bætt við sig aðgerðum. „Við erum að tala um að þessir sem hafa þurft að fara utan á fjórum árum séu innan við fimmtíu manns. Þannig að miðað við heildartöluna eru það ekki ýkja margir og ef sjúkrahúsið á Akureyri getur bætt við sig einhverjum tugum gæti það mál verið leyst,“ segir heilbrigðisráðherra.Aðgerðir í útlöndum Í fréttum að undanförnu hefur verið greint frá fólki sem gefist hefur upp á biðinni eftir aðgerð og farið til útlanda til að fá lausn meina sinna og hafa Sjúkratryggingar Íslands greitt kostnað vegna aðgerðanna. María Heimisdóttir forstjóri SÍ segir stofnunina hafa tiltekið fjármagn til að greiða fyrir aðgerðum fólks í öðrum löndum sem beðið hafi óhóflega lengi. Þá geti fólk samkvæmt Evrópureglum almennt sótt heilbrigðisþjónustu í útlöndum og fengið kostnaðinn greiddan. Einkarekin heilbrigðisfyrirtæki hafa sýnt áhuga á að sinna liðskiptaaðgerðum en engir samningar eru til um það. „Það er ekkert nema gott að segja um það að menn hafi áhuga á að veita heilbrigðisþjónustu. En það má ekki gleyma því að það fjármagn sem er til staðar hefur þegar verið ráðstafað í liðskiptaaðgerðir á sjúkrahúsunum,“ segir María. Þá kveði lög á um að útvistun einstakra verkefna megi ekki raska getu hins opinbera heilbrigðiskerfis til að sinna hlutverki sínu. Ef útvista ætti þessum aðgerðum þyrfti að meta málið í heild sinni og væntanlega fara síðan í útboð. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Biðlistar enn mjög langir og biðtími óásættanlegur Biðtími sjúklinga eftir liðskiptaaðgerðum hefur styst með þriggja ára átaki heilbrigðisyfirvalda en er enn langt umfram viðmið samkvæmt skýrslu landlæknisembættisins um árangur átaksins. Aðgerðum hefur fjölgað en eftirspurnin eftir þeim hefur einnig aukist umtalsvert. 23. maí 2019 14:28 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Þörfin fyrir liðskiptaaðgerðir reyndist meiri en gert var ráð fyrir í upphafi þriggja ára átaks til að fækka fólki á biðlistum eftir slíkum aðgerðum. Aðgerðum hefur fjölgað en eftirspurnin eftir þeim hefur aukist töluvert umfram það. Auknir fjármunir voru settir áttak til að fækka fólki á biðlistum eftir liðskiptaaðgerðum á Landsspítalanum og sjúkrahúsunum á Akureyri og Akranesi á þriggja ára tímabili frá 2016 til 2018. Í skýrslu landlæknis um hvernig til tókst kemur fram að aðgerðatíðni á Íslandi hafi vaxið töluvert á þessum þremur árum og nálgist tíðnina í nágrannalöndum. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir meginástæðu þess að ekki hafi tekist að stytta biðtímann eins mikið og ráð hafi verið gert fyrir sé að eftirspurnin eftir þessum aðgerðum hafi vaxið hraðar en búist hafi verið við. „Við sjáum að það er að nást verulegur árangur í að fjölga aðgerðum. En hins vegar eru biðlistarnir enn þá mjög langir. Biðtíminn er kannski betri mælikvarði og hann er enn þá óásættanlegur. Hann er of langur miðað við alla okkar mælikvarða en hann hefur styst,“ segir Svandís. Lausnir þurfi að koma fram víða í heilbrigðiskerfinu meðal annars með því að létta á Landsspítalanum með fjölgun hjúkrunarheimila, aukinni heimahjúkrun þannig að það losni um legurými á spítalanum og bæta úr skorti á starfsfólki. Í skýrslu landlæknis kemur fram að sjúkrahúsið á Akureyri geti bætt við sig aðgerðum. „Við erum að tala um að þessir sem hafa þurft að fara utan á fjórum árum séu innan við fimmtíu manns. Þannig að miðað við heildartöluna eru það ekki ýkja margir og ef sjúkrahúsið á Akureyri getur bætt við sig einhverjum tugum gæti það mál verið leyst,“ segir heilbrigðisráðherra.Aðgerðir í útlöndum Í fréttum að undanförnu hefur verið greint frá fólki sem gefist hefur upp á biðinni eftir aðgerð og farið til útlanda til að fá lausn meina sinna og hafa Sjúkratryggingar Íslands greitt kostnað vegna aðgerðanna. María Heimisdóttir forstjóri SÍ segir stofnunina hafa tiltekið fjármagn til að greiða fyrir aðgerðum fólks í öðrum löndum sem beðið hafi óhóflega lengi. Þá geti fólk samkvæmt Evrópureglum almennt sótt heilbrigðisþjónustu í útlöndum og fengið kostnaðinn greiddan. Einkarekin heilbrigðisfyrirtæki hafa sýnt áhuga á að sinna liðskiptaaðgerðum en engir samningar eru til um það. „Það er ekkert nema gott að segja um það að menn hafi áhuga á að veita heilbrigðisþjónustu. En það má ekki gleyma því að það fjármagn sem er til staðar hefur þegar verið ráðstafað í liðskiptaaðgerðir á sjúkrahúsunum,“ segir María. Þá kveði lög á um að útvistun einstakra verkefna megi ekki raska getu hins opinbera heilbrigðiskerfis til að sinna hlutverki sínu. Ef útvista ætti þessum aðgerðum þyrfti að meta málið í heild sinni og væntanlega fara síðan í útboð.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Biðlistar enn mjög langir og biðtími óásættanlegur Biðtími sjúklinga eftir liðskiptaaðgerðum hefur styst með þriggja ára átaki heilbrigðisyfirvalda en er enn langt umfram viðmið samkvæmt skýrslu landlæknisembættisins um árangur átaksins. Aðgerðum hefur fjölgað en eftirspurnin eftir þeim hefur einnig aukist umtalsvert. 23. maí 2019 14:28 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Biðlistar enn mjög langir og biðtími óásættanlegur Biðtími sjúklinga eftir liðskiptaaðgerðum hefur styst með þriggja ára átaki heilbrigðisyfirvalda en er enn langt umfram viðmið samkvæmt skýrslu landlæknisembættisins um árangur átaksins. Aðgerðum hefur fjölgað en eftirspurnin eftir þeim hefur einnig aukist umtalsvert. 23. maí 2019 14:28