Biðlistar enn mjög langir og biðtími óásættanlegur Heimir Már Pétursson skrifar 23. maí 2019 14:28 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að finna þurfi úrræði til lausnar á málinu. visir/vilhelm Biðtími sjúklinga eftir liðskiptaaðgerðum hefur styst með þriggja ára átaki heilbrigðisyfirvalda en er enn langt umfram viðmið samkvæmt skýrslu landlæknisembættisins um árangur átaksins. Aðgerðum hefur fjölgað en eftirspurnin eftir þeim hefur einnig aukist umtalsvert. Alma Möller landlæknir kynnti skýrsluna á fréttamannafundi með Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í morgun. En auknir fjármunir voru settir í að fjölga liðskiptaaðgerðum á Landsspítalanum og sjúkrahúsunum á Akureyri og Akranesi á þriggja ára tímabili frá 2016 til 2018. Í minnisblaði landlæknis til heilbrigðisráðherra segir að aðgerðatíðni á Íslandi hafi vaxið töluvert á þessum þremur árum og nálgist tíðnina í nágrannalöndum. Meginástæða þess að ekki hafi tekist að stytta biðtímann eins mikið og ráð hafi verið gert fyrir sé að eftirspurnin eftir þessum aðgerðum hafi vaxið hraðar en búist hafi verið við. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir vandann fjölþættan og lausnir þurfi að koma fram víða í heilbrigðiskerfinu. „Við sjáum að það er að nást verulegur árangur í að fjölga aðgerðum en hins vegar eru biðlistarnir ennþá mjög langir. Biðtíminn er kannski betri mælikvarði og hann er enn óásættanlegur og of langur miðað við okkar mælikvarða en hann hefur styst.“ Svandís segir að rýna þurfi betur í stöðuna og finna fleiri úrræði til lausnar. Í skýrslu landlæknis segir að líklegar skýringar á aukinni eftirspurn eftir aðgerðunum sé fjölgun í efri aldurshópum, vaxandi ofþyngd og offita sem og auknar kröfur fólks um eigin getu og hreyfingu. Sjúkrahúsið á Akureyri getur enn bætt við sig aðgerðum en erfiðara hefur gengið að ná markmiðum átaksins á Landsspítala þótt þar hafi aðgerðum einnig fjölgað töluvert. Svandís segir tvær meginskýringar á því. „Annars vegar þær sem lúta að mönnun. Það er gömul saga og ný og umfjöllunarefni sem snertir í raun og veru allt okkar heilbrigðiskerfi. Hins vegar snýst þetta um hjúkrunarrými. Það hefur ekki gengið nógu hratt að byggja upp hjúkrunarrými til að geta útskrifað fólk sem hefur færni- og heilsumat og getur farið á hjúkrunarheimili en er fast í bráðarými á Landspítala og fær því ekki þá þjónustu sem því ber á hjúkrunarheimilum,“ segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Helga Möller biðlar til ráðamanna að eyða biðlistum í liðskiptaaðgerðir Helga Möller söngkona sem er óvinnufær vegna slitgigtar í mjöðm gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir að beina sjúklingum á biðlistum vegna liðskiptaaðgerða frekar til Svíþjóðar en til einkarekinna stofa hér á landi. Hún segir skorta heildarsýn í málaflokknum og biðlar til ráðamanna að leysa vandann. 16. apríl 2019 19:15 Vill að þjónusta sjálfstætt starfandi lækna verði nýtt til að eyða biðlistum Annar varaformanna velferðarnefndar telur að ríkið eigi frekar að greiða fyrir einkarekna þjónustu hér á landi til að eyða biðlistum í aðgerðir en að senda fólk til Svíþjóðar. Þar sem aukafjárveitingar til ríkisspítala hafi ekki stytt biðlistanna sé þetta eina leiðin. 17. apríl 2019 13:00 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira
Biðtími sjúklinga eftir liðskiptaaðgerðum hefur styst með þriggja ára átaki heilbrigðisyfirvalda en er enn langt umfram viðmið samkvæmt skýrslu landlæknisembættisins um árangur átaksins. Aðgerðum hefur fjölgað en eftirspurnin eftir þeim hefur einnig aukist umtalsvert. Alma Möller landlæknir kynnti skýrsluna á fréttamannafundi með Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í morgun. En auknir fjármunir voru settir í að fjölga liðskiptaaðgerðum á Landsspítalanum og sjúkrahúsunum á Akureyri og Akranesi á þriggja ára tímabili frá 2016 til 2018. Í minnisblaði landlæknis til heilbrigðisráðherra segir að aðgerðatíðni á Íslandi hafi vaxið töluvert á þessum þremur árum og nálgist tíðnina í nágrannalöndum. Meginástæða þess að ekki hafi tekist að stytta biðtímann eins mikið og ráð hafi verið gert fyrir sé að eftirspurnin eftir þessum aðgerðum hafi vaxið hraðar en búist hafi verið við. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir vandann fjölþættan og lausnir þurfi að koma fram víða í heilbrigðiskerfinu. „Við sjáum að það er að nást verulegur árangur í að fjölga aðgerðum en hins vegar eru biðlistarnir ennþá mjög langir. Biðtíminn er kannski betri mælikvarði og hann er enn óásættanlegur og of langur miðað við okkar mælikvarða en hann hefur styst.“ Svandís segir að rýna þurfi betur í stöðuna og finna fleiri úrræði til lausnar. Í skýrslu landlæknis segir að líklegar skýringar á aukinni eftirspurn eftir aðgerðunum sé fjölgun í efri aldurshópum, vaxandi ofþyngd og offita sem og auknar kröfur fólks um eigin getu og hreyfingu. Sjúkrahúsið á Akureyri getur enn bætt við sig aðgerðum en erfiðara hefur gengið að ná markmiðum átaksins á Landsspítala þótt þar hafi aðgerðum einnig fjölgað töluvert. Svandís segir tvær meginskýringar á því. „Annars vegar þær sem lúta að mönnun. Það er gömul saga og ný og umfjöllunarefni sem snertir í raun og veru allt okkar heilbrigðiskerfi. Hins vegar snýst þetta um hjúkrunarrými. Það hefur ekki gengið nógu hratt að byggja upp hjúkrunarrými til að geta útskrifað fólk sem hefur færni- og heilsumat og getur farið á hjúkrunarheimili en er fast í bráðarými á Landspítala og fær því ekki þá þjónustu sem því ber á hjúkrunarheimilum,“ segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Helga Möller biðlar til ráðamanna að eyða biðlistum í liðskiptaaðgerðir Helga Möller söngkona sem er óvinnufær vegna slitgigtar í mjöðm gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir að beina sjúklingum á biðlistum vegna liðskiptaaðgerða frekar til Svíþjóðar en til einkarekinna stofa hér á landi. Hún segir skorta heildarsýn í málaflokknum og biðlar til ráðamanna að leysa vandann. 16. apríl 2019 19:15 Vill að þjónusta sjálfstætt starfandi lækna verði nýtt til að eyða biðlistum Annar varaformanna velferðarnefndar telur að ríkið eigi frekar að greiða fyrir einkarekna þjónustu hér á landi til að eyða biðlistum í aðgerðir en að senda fólk til Svíþjóðar. Þar sem aukafjárveitingar til ríkisspítala hafi ekki stytt biðlistanna sé þetta eina leiðin. 17. apríl 2019 13:00 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira
Helga Möller biðlar til ráðamanna að eyða biðlistum í liðskiptaaðgerðir Helga Möller söngkona sem er óvinnufær vegna slitgigtar í mjöðm gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir að beina sjúklingum á biðlistum vegna liðskiptaaðgerða frekar til Svíþjóðar en til einkarekinna stofa hér á landi. Hún segir skorta heildarsýn í málaflokknum og biðlar til ráðamanna að leysa vandann. 16. apríl 2019 19:15
Vill að þjónusta sjálfstætt starfandi lækna verði nýtt til að eyða biðlistum Annar varaformanna velferðarnefndar telur að ríkið eigi frekar að greiða fyrir einkarekna þjónustu hér á landi til að eyða biðlistum í aðgerðir en að senda fólk til Svíþjóðar. Þar sem aukafjárveitingar til ríkisspítala hafi ekki stytt biðlistanna sé þetta eina leiðin. 17. apríl 2019 13:00