Trump og Pelosi efast um andlega heilsu hvors annars Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. maí 2019 23:30 Nancy Pelosi, Chuck Schumer og félagar úr Demókrataflokknum hyggjast standa í vegi fyrir Trump Getty/Bloomberg/ Alex Wong Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, skiptust á skotum í gegnum fjölmiðla í dag. Þau eru ekki sammála um það hvernig afar stuttur fundur þeirra í Hvíta húsinu í gær gekk fyrir sig. Trump strunsaði sem kunnugt er út af fundinum eftir aðeins þrjár mínútur, áður en nokkur annar gat komið orði að. Leiðtogar demókrata sem sátu fundinn sögðu Trump hafa verið bálreiðann vegna orða Pelosi fyrr um daginn er hún sakaði hann um yfirhylmingu. Pelosi var spurð um viðbrögð Trump á vikulegum blaðamannafundi í dag og þar sagði hún að Trump hefði farið út í bræðiskasti. Sagðist hún hafa áhyggjur af forsetanum, sem og Bandaríkjunum og að hann hefði gott af því að taka sér frí. „Ég bið fyrir forseta Bandaríkjanna,“ sagði Pelosi. „Ég vona að einhver úr fjölskyldu hans, ríkisstjórninni eða starfsliði grípi inn í til góða fyrir Bandaríkin.“When the “extremely stable genius” starts acting more presidential, I’ll be happy to work with him on infrastructure, trade and other issues. https://t.co/tfWVkj9CLT — Nancy Pelosi (@SpeakerPelosi) May 23, 2019 Grunnt hefur verið á því góða á milli Hvíta hússins og demókrata undanfarnar vikur. Trump forseti hefur ákveðið að hunsa allar kröfur og stefnur þingnefnda fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, þar sem demókratar eru með meirihluta, um upplýsingar í tengslum við rannsóknir þeirra. Sagði hún afstöðu Trump til rannsókna fulltrúadeildarinnar vera illgjarna.Trump svaraði fyrir sig síðar um daginn og sagði hann ummæli hennar um að halda ætti inngrip vera ógeðfelld. „Brjálaða-Nancy,“ sagði Trump. „Ég skal segja ykkur það að ég hef fylgst með henni til lengri tíma og hún er ekki sama manneskjan og hún var. Hún er búin að missa það.“ Þá þvertók Trump fyrir að hafa öskrað og kallað á fundinum stutta í Hvíta húsinu. Sagðist hann í raun vera „ótrúlega stöðugur snillingur“. Eyddi hann meðal annars dágóðum tíma á fréttamannafundi þar sem tilkynnt var um 16 milljarða dollara björgunarpakka til bandarískra bænda vegna viðskiptastríðsins við Kína í að fá starfslið sitt til að segja hversu rólegur hann hafi verið á fundinum.Here is a 7+ minute video, from ABC, of Trump calling on multiple senior aides to defend him and vouch for his 'calm' demeanor in the infrastructure meeting with Democrats after Nancy Pelosi said that he'd had a temper tantrum. pic.twitter.com/iiLcrjnTe4 — Kyle Griffin (@kylegriffin1) May 23, 2019 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump strunsaði út af fundi með demókrötum Fátíð tilraun repúblikana og demókrata til þverpólitískrar sáttar fór út um þúfur þegar Trump forseti tók ummæli þingforsetans um yfirhylmingu óstinn upp. 22. maí 2019 17:02 Óttast fordæmið sem Trump er að setja með baráttu gegn þinginu Sífellt fleiri þingmenn Demókrataflokksins kalla hærra eftir því að fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefji rannsókn sem gæti endað með því að Donald Trump, forseti, verði ákærður fyrir embættisbrot. 22. maí 2019 13:07 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, skiptust á skotum í gegnum fjölmiðla í dag. Þau eru ekki sammála um það hvernig afar stuttur fundur þeirra í Hvíta húsinu í gær gekk fyrir sig. Trump strunsaði sem kunnugt er út af fundinum eftir aðeins þrjár mínútur, áður en nokkur annar gat komið orði að. Leiðtogar demókrata sem sátu fundinn sögðu Trump hafa verið bálreiðann vegna orða Pelosi fyrr um daginn er hún sakaði hann um yfirhylmingu. Pelosi var spurð um viðbrögð Trump á vikulegum blaðamannafundi í dag og þar sagði hún að Trump hefði farið út í bræðiskasti. Sagðist hún hafa áhyggjur af forsetanum, sem og Bandaríkjunum og að hann hefði gott af því að taka sér frí. „Ég bið fyrir forseta Bandaríkjanna,“ sagði Pelosi. „Ég vona að einhver úr fjölskyldu hans, ríkisstjórninni eða starfsliði grípi inn í til góða fyrir Bandaríkin.“When the “extremely stable genius” starts acting more presidential, I’ll be happy to work with him on infrastructure, trade and other issues. https://t.co/tfWVkj9CLT — Nancy Pelosi (@SpeakerPelosi) May 23, 2019 Grunnt hefur verið á því góða á milli Hvíta hússins og demókrata undanfarnar vikur. Trump forseti hefur ákveðið að hunsa allar kröfur og stefnur þingnefnda fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, þar sem demókratar eru með meirihluta, um upplýsingar í tengslum við rannsóknir þeirra. Sagði hún afstöðu Trump til rannsókna fulltrúadeildarinnar vera illgjarna.Trump svaraði fyrir sig síðar um daginn og sagði hann ummæli hennar um að halda ætti inngrip vera ógeðfelld. „Brjálaða-Nancy,“ sagði Trump. „Ég skal segja ykkur það að ég hef fylgst með henni til lengri tíma og hún er ekki sama manneskjan og hún var. Hún er búin að missa það.“ Þá þvertók Trump fyrir að hafa öskrað og kallað á fundinum stutta í Hvíta húsinu. Sagðist hann í raun vera „ótrúlega stöðugur snillingur“. Eyddi hann meðal annars dágóðum tíma á fréttamannafundi þar sem tilkynnt var um 16 milljarða dollara björgunarpakka til bandarískra bænda vegna viðskiptastríðsins við Kína í að fá starfslið sitt til að segja hversu rólegur hann hafi verið á fundinum.Here is a 7+ minute video, from ABC, of Trump calling on multiple senior aides to defend him and vouch for his 'calm' demeanor in the infrastructure meeting with Democrats after Nancy Pelosi said that he'd had a temper tantrum. pic.twitter.com/iiLcrjnTe4 — Kyle Griffin (@kylegriffin1) May 23, 2019
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump strunsaði út af fundi með demókrötum Fátíð tilraun repúblikana og demókrata til þverpólitískrar sáttar fór út um þúfur þegar Trump forseti tók ummæli þingforsetans um yfirhylmingu óstinn upp. 22. maí 2019 17:02 Óttast fordæmið sem Trump er að setja með baráttu gegn þinginu Sífellt fleiri þingmenn Demókrataflokksins kalla hærra eftir því að fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefji rannsókn sem gæti endað með því að Donald Trump, forseti, verði ákærður fyrir embættisbrot. 22. maí 2019 13:07 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Trump strunsaði út af fundi með demókrötum Fátíð tilraun repúblikana og demókrata til þverpólitískrar sáttar fór út um þúfur þegar Trump forseti tók ummæli þingforsetans um yfirhylmingu óstinn upp. 22. maí 2019 17:02
Óttast fordæmið sem Trump er að setja með baráttu gegn þinginu Sífellt fleiri þingmenn Demókrataflokksins kalla hærra eftir því að fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefji rannsókn sem gæti endað með því að Donald Trump, forseti, verði ákærður fyrir embættisbrot. 22. maí 2019 13:07