Fótbolti

Svekktur Messi: Liverpool labbaði yfir okkur

Anton Ingi Leifsson skrifar
Barcelona spilar bikarúrslit um helgina.
Barcelona spilar bikarúrslit um helgina. vísir/getty
Lionel Messi, fyrirliði Barcelona, segir að hans fyrsta tímabil sem fyrirliði Barcelona hafi verið gott, fyrir utan síðari Meistaradeildarleikinn gegn Liverpool.

Börsungar voru þremur mörkum yfir eftir fyrri leikinn en fengu skell í síðari leiknum og var bókstaflega hent öfugum út úr keppninni.

„Ég átti frábært fyrsta tímabil sem fyrirliði, fyrir utan leikinn gegn Liverpool. Sá leikur spillti aðeins tímabilinu,“ sagði Messi á fyrsta blaðamannafundi sínum í fjögur ár.

„Ég hef ekki horft á leikinn síðan, þetta var svipað og leikurinn gegn Roma þar sem við komum inn í leikinn og skoruðu snemma. Við brugðumst vel við en þá skoraði Liverpool aftur.“







„Við reyndum ekki einu sinni og það er það versta. Við létum þá labba yfir okkur. Við vildum allir verða meistarar og við erum allir vonsviknir; fyrsta lagi að detta út, í öðru lagi hvernig og í þriðja lagi að þetta gerist aftur.“

Messi líkti tapinu á Anfield við tapið í úrslitaleik HM gegn Þýskalandi á HM í Brasilíu 2014 þar sem Þjóðverjar höfðu betur í framlengingu.

„Þetta eru tveir mismunandi hlutir. Úrslitaleikur HM er stærsta sviðið og það eru mikil vonbrigði en að vera 3-0 yfir og tapa einvíginu svo. Þetta eru tvo risa vonbrigði,“ sagði Messi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×