Fótbolti

Rúnar Alex og félagar tryggðu sig í umspil eftir dramatík

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rúnar í leik með Dijon í vetur.
Rúnar í leik með Dijon í vetur. vísir/getty

Rúnar Alex Rúnarsson og félagar í Dijon náðu að tryggja sér sæti í umspili um laust sæti í frönsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð og fara því ekki beint niður í B-deildina.

Dijon þurfti að vinna sinn leik til þess að forða sér beint frá falli og treysta á að Caen myndi tapa á heimavelli gegn Bordeaux til þess að tryggja sér 18. sætið sem tryggir umspil.

Það byrjaði ekki vel fyrir Dijon í kvöld því á 33. mínútu kom Bafode Diakite Toulouse yfir en Rúnar Alex gat ekkert gert í markinu. Hann hafði átt góðar markvörslur fyrir markið.

Jöfnunarmark Naim Sliti jafnaði fyrir Dijon á 58. mínútu og fjórum mínútum síðar kom Julio Tavares Dijon í 2-1. Fyrst um sinn var markið dæmt af vegna rangstöðu en eftir VARsjána var markið dæmt gilt.

Á sama tíma tapaði Caen gegn Bordeaux 1-0 og endar því Dijon í 18. sætinu. Því fara þeir ekki beint niður í B-deildina og eru á leið í umspil um áframhaldandi veru í deild þeirra bestu.

Dijon mætir Lens í tveimur leikjum um sæti í frönsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Fyrri leikurinn fer fram 30. maí á heimavelli Lens en liðin mætast svo á ný 2. júní.

PSG tapaði 2-1 fyrir Reims á útivelli í kvöld en Kylian Mbappe skoraði  mark PSG. Þeir unnu deildina að lokum með sextán stiga mun.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.