Fótbolti

Hjörtur og félagar í Evrópu umspil eftir sigur í lokaumferðinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hjörtur í leik með Bröndby.
Hjörtur í leik með Bröndby. vísir/getty

Hjörtur Hermansson stóð vaktina í vörn Bröndby sem tryggði sér sæti í umspili um Evrópusæti með 2-0 sigri á OB í dönsku deildinni í dag.

Pólski framherjinn Kamil Wilczek kom Börndby yfir sjö mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks og Mikael Uhre tvöfaldaði forystuna á 73. mínútu.

Hinn sænski Simon Hedlund fékk beint rautt spjald á 81. mínútu fyrir að láta skapið hlaupa með sig í gönur en Bröndby vann leikinn að lokum 2-0.

Bröndby fer því í umspil og mætir þar annað hvort AGF eða Randers um laust sæti í Evrópudeildinni á næstu leiktíð en Hjörtur spilaði allan leikinn í dag.



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.