Fótbolti

Andri Rúnar á skotskónum og Arnór hafði betur gegn Matthíasi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Andri fagnar marki.
Andri fagnar marki. vísir/getty

Andri Rúnar Bjarnason skoraði mark Helsingborgs er liðið gerði 1-1 jafntefli við Falkenbergs FF í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Falkenbergs komst yfir á Ólympíuleikvanginum í Helsingborgs en það var svo vestfirðingurinn Andri Rúnar sem jafnaði metin á 66. mínútu. Hann spilaði allan leikinn.

Helsingborgs er nýliði í efstu deildinni og eru í þrettánda sætinu með tíu stig en Falkenbergs er á botninum með sex stig.

Arnór Smárason hafði betur gegn Matthíasi Vilhjálmssyni í norsku úrvalsdeildinni er Lilleström vann 3-0 sigur á Vålerenga á útivelli.

Staðan var 1-0 í hálfleik en Lilleström skoraði tvö mörk í síðari hálfleik. Þriðja markið gerði Tobias Salquist sem lék með Fjölni á sínum tíma.

Matthías spilaði allan leikinn fyrir Vålerenga sem er í fjórða sætinu en Arnór var tekinn af velli á 73. mínútu. Lilleström er í níunda sætinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.