Var handtekinn eftir 18 daga morðæði Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 25. maí 2019 22:02 James Michael Wright er ákærður fyrir að hafa myrt þrjár konur. skjáskot Lögreglan í Virginíu í Bandaríkjunum hefur handtekið 23 ára gamlan mann vegna gruns um þrjú morð. Maðurinn, sem ber nafnið James Michael Wright, var starfsmaður farandstívolís og er grunaður um að hafa orðið þremur konum að bana, en þær voru allar búsettar í sínu hvoru fylkinu. Morðin voru framin á 18 daga tímabili, frá 28. febrúar til 17. mars. Wright varð þremur konum að bana, sem voru á aldrinum 17 til 25 ára, en hann hitti þær allar á meðan hann var að vinna fyrir farandstívolíið. Hann sannfærði þær allar til að koma og hitta sig í borginni Mendota í Virginíu þar sem hann bjó, áður en hann skaut þær til bana. Á blaðamannafundi á mánudag sagði Fred Newman, fógeti í Washington sýslu, að Wright hafi verið ákærður fyrir þrjú morð af ásetningi og að hann hafi játað sök í yfirheyrslum lögreglu. Newman sagði að Wright hafi haldið því fram að hann hafi skotið þær óvart. Síðasta fórnarlamb Wright var Athina Hopson sem var 25 ára gömul. Samkvæmt frænku Hopson, Alyssu Chapman, segir hún Wright hafa ítrekað komið heim til hennar til að sækja Hopson. Móðir Hopson sagði hana hafa átt í fjárhagserfiðleikum og verið að þrífa hús Wright fyrir gjald. Þann 17. mars sótti Wright Hopson til að þrífa húsið en hún kom aldrei til baka. Wright lenti í alvarlegu bílslysi að morgni 19. mars þegar hann keyrði í veg fyrir skólarútu og slasaðist alvarlega, en hann var brotinn á fæti, hendi og mjöðm. Þegar Chapman frétti af bílslysinu varð hún áhyggjufull vegna frænku sinnar og hafði samband við Wright til að spyrjast fyrir um hana. Hann sagði henni að hann hafi lent í slysinu rétt eftir að hann hafði keyrt Hopson heim. Chapman grunaði þó að hann segði ekki satt og hafði samband við lögreglu tveimur dögum síðar. Í kjölfarið tengdu lögregluyfirvöld í fylkjunum þremur mál kvennanna saman í gegn um Wright. Stuttu síðar fékk lögregla leitarheimild fyrir heimili Wrights og fundu á eigninni lík tveggja kvenna, Elizabeth Marie Vanmeter, sem var 22 ára gömul og frá Tennessee, og Joslyn Alsup, sem var aðeins 17 ára gömul og frá Georgíu. Pabbi Alsup vann með Wright í tívolíinu sagði Newman. Wright sagði lögreglu að hann hafi ætlað að keyra Hopson upp á spítala og komið henni fyrir uppi á palli bíls síns, en að líkið hafi dottið af honum og rúllað út í á sem rann hjá. Lík hennar hefur enn ekki fundist. Hægt er að lesa ítarlegar um málið hér. Bandaríkin Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Sjá meira
Lögreglan í Virginíu í Bandaríkjunum hefur handtekið 23 ára gamlan mann vegna gruns um þrjú morð. Maðurinn, sem ber nafnið James Michael Wright, var starfsmaður farandstívolís og er grunaður um að hafa orðið þremur konum að bana, en þær voru allar búsettar í sínu hvoru fylkinu. Morðin voru framin á 18 daga tímabili, frá 28. febrúar til 17. mars. Wright varð þremur konum að bana, sem voru á aldrinum 17 til 25 ára, en hann hitti þær allar á meðan hann var að vinna fyrir farandstívolíið. Hann sannfærði þær allar til að koma og hitta sig í borginni Mendota í Virginíu þar sem hann bjó, áður en hann skaut þær til bana. Á blaðamannafundi á mánudag sagði Fred Newman, fógeti í Washington sýslu, að Wright hafi verið ákærður fyrir þrjú morð af ásetningi og að hann hafi játað sök í yfirheyrslum lögreglu. Newman sagði að Wright hafi haldið því fram að hann hafi skotið þær óvart. Síðasta fórnarlamb Wright var Athina Hopson sem var 25 ára gömul. Samkvæmt frænku Hopson, Alyssu Chapman, segir hún Wright hafa ítrekað komið heim til hennar til að sækja Hopson. Móðir Hopson sagði hana hafa átt í fjárhagserfiðleikum og verið að þrífa hús Wright fyrir gjald. Þann 17. mars sótti Wright Hopson til að þrífa húsið en hún kom aldrei til baka. Wright lenti í alvarlegu bílslysi að morgni 19. mars þegar hann keyrði í veg fyrir skólarútu og slasaðist alvarlega, en hann var brotinn á fæti, hendi og mjöðm. Þegar Chapman frétti af bílslysinu varð hún áhyggjufull vegna frænku sinnar og hafði samband við Wright til að spyrjast fyrir um hana. Hann sagði henni að hann hafi lent í slysinu rétt eftir að hann hafði keyrt Hopson heim. Chapman grunaði þó að hann segði ekki satt og hafði samband við lögreglu tveimur dögum síðar. Í kjölfarið tengdu lögregluyfirvöld í fylkjunum þremur mál kvennanna saman í gegn um Wright. Stuttu síðar fékk lögregla leitarheimild fyrir heimili Wrights og fundu á eigninni lík tveggja kvenna, Elizabeth Marie Vanmeter, sem var 22 ára gömul og frá Tennessee, og Joslyn Alsup, sem var aðeins 17 ára gömul og frá Georgíu. Pabbi Alsup vann með Wright í tívolíinu sagði Newman. Wright sagði lögreglu að hann hafi ætlað að keyra Hopson upp á spítala og komið henni fyrir uppi á palli bíls síns, en að líkið hafi dottið af honum og rúllað út í á sem rann hjá. Lík hennar hefur enn ekki fundist. Hægt er að lesa ítarlegar um málið hér.
Bandaríkin Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Sjá meira