Erlent

Írar kusu að auðvelda skilnað

Kjartan Kjartansson skrifar
Greidd voru atkvæði um stjórnarskrárbreytinguna samhliða Evrópuþingskosningum á Írlandi.
Greidd voru atkvæði um stjórnarskrárbreytinguna samhliða Evrópuþingskosningum á Írlandi. AP/Niall Carson
Afgerandi meirihluti greiddi atkvæði með því að rýmka lög um hjónaskilnað í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fór fram á Írlandi á föstudag. Stjórnarskrá Írlands hefur gert ráð fyrir að hjón þurfi að hafa verið skilin að borði og sæng í fjögur ár af fimm til að geta fengið lögskilnað.Ákvæðið verður nú fjarlægt úr stjórnarskránni og þarf írska þingið að setja ný lög um hversu langur tími þarf að líða þar til hjón geta skilið að fullu. Ríkisstjórnin hefur gefið til kynna að hún telji tvö ár hæfilegan tíma, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.Lögskilnaður var ekki lögleiddur á Írlandi fyrr en árið 1995 þegar hann var samþykktur naumlega í þjóðaratkvæðagreiðslu. Alls greiddu 82,1% atkvæði með stjórnarskrábreytingunni nú.Írland hefur lengi verið eitt íhaldssamasta ríki Evrópu en það hefur orðið frjálslyndara undanfarin ár. Þannig var bann við þungunarrofi afnumið í þjóðaratkvæðagreiðslu í fyrra og hjónabönd samkynhneigðra lögleidd þar áður.Allir helstu stjórnmálaflokksins studdu breytinguna um hjónaskilnað en kaþólskir þrýstihópar settu sig hins vegar upp á móti henni.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.