Segir ákvæði um hvíldartíma ekki eiga við um þingmenn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. maí 2019 15:07 Þingfundirnir hafa verið langir síðustu daga og staðið fram á nótt þar sem Miðflokksmenn hafa rætt þriðja orkupakkann. vísir/vilhelm Óskað hefur verið eftir því að Vinnueftirlitið og/eða lögreglan grípi til aðgerða vegna yfirstandandi brota á Alþingi á lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Samtökin Orkan okkar afhentu Vinnueftirlitinu kæru þess efnis í morgun þar sem þau telja að lögboðinn ellefu klukkustunda hvíldartími sé órafjarri því að vera virtur. Orkan okkar eru samtök þeirra sem vilja standa vörð um sjálfsákvörðunarrétt Íslands í orkumálum og berjast þau gegn samþykkt þriðja orkupakkans. Fyrst var greint frá málinu á mbl en í tilkynningu frá Orkunni okkar sem Vísir hefur fengið senda segir að nefnda- og þingfundir á Alþingi hafi staðið yfir nánast samfellt sólarhringum saman. Í tilkynningunni segir jafnframt að mikilvægt sé að starfsmenn, og ekki síst alþingismenn, geti haldið fullri einbeitingu við störf sín og bíði ekki tjón á heilsu sinnu, en Dagný Ósk Aradóttir Pind, lögfræðingur BSRB, segir í samtali við Vísi að lög um hvíldartíma eigi ekki við þingmenn. Þau eigi hins vegar við um starfsmenn Alþingis en ákvæði um hvíldartíma koma fram í tilskipun frá Evrópusambandinu sem innleidd hefur verið í íslenska löggjöf.Dagný Ósk Aradóttir Pind er lögfræðingur BSRB.vefur BSBRGrundvallardómur frá 1986 skilgreinir hugtakið „worker“ Aðspurð hvers vegna þingmenn falli ekki undir vinnutímatilskipunina bendir Dagný bæði á níunda kafla í lögunum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum en líka á Evrópurétt og grundvallardóm þar. „Bæði ertu með undantekningar frá tilskipuninni sem koma fram í 52. grein a), 3. þar sem segir að ákvæði þessa kafla gilda ekki um æðstu stjórnendur eða aðra þá sem ráða vinnutíma sjálfir. Það er spurning hvort þingmenn falli þarna undir en svo er annað sem útilokar þetta frá upphafi. Þetta er Evrópuréttur og þú ert með hugtakið „worker“ þar sem er „starfsmaður“ á íslensku og alþingismenn falla ekki þar undir,“ segir Dagný. Hún segir hugtakið „worker“ ekki skilgreint í Evrópulögunum en grundvallardómur frá árinu 1986 skilgreini hugtakið. „Þar eru hugtakaskilyrði að þú verður að vinna undir stjórn einhvers annars gegn greiðslu. Alþingismenn eru ekki í ráðningarsambandi þannig séð, þeir eru kjörnir, og þeir eru ekki opinberir starfsmenn og eru undanskildir sérstaklega frá starfsmannalögunum,“ segir Dagný en ítrekar að tilskipunin eigi vissulega við um starfsmenn þingsins. Tilkynningu Orkunnar okkar vegna kæru samtakanna til Vinnueftirlitsins og lögreglu má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.Nú hagar svo til að nefnda- og þingfundir á Alþingi hafa staðið yfir nánast samfellt sólarhringum saman. Fundað er á víxl í nefndum og í þinginu, hvíldarlaust.Störf Alþingis eru um þessar mundir í andstöðu við Lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, einkum IX kafla laganna um hvíldartíma, frídaga og hámarksvinnutíma. Lögboðinn 11 klst. hvíldartími er órafjarri því að vera virtur. Lög þessi eru vitaskuld ekki sett að tilefnislausu. Mikilvægt er að starfsmenn, ekki síst alþingismenn, geti haldið fullri einbeitingu við störf sín og bíði ekki tjón á heilsu sinni. Þá er einnig að því að hyggja að aðilar sem hagsmuna eiga að gæta og almenningur hafi tök á að fylgjast með umræðunni í rauntíma.Málið er sérstaklega alvarlegt í ljósi þess að um sjálfan löggjafann er að ræða og með því háttalagi sem hér er vísað til er gefið í skyn að lögum þurfi bara að fylgja þegar hentar.Förum við með bréfi þessu fram á að Vinnueftirlitið og/eða lögreglan bregðist tafarlaust við og stöðvi yfirstandandi lögbrot. Alþingi Vinnumarkaður Þriðji orkupakkinn Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Sjá meira
Óskað hefur verið eftir því að Vinnueftirlitið og/eða lögreglan grípi til aðgerða vegna yfirstandandi brota á Alþingi á lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Samtökin Orkan okkar afhentu Vinnueftirlitinu kæru þess efnis í morgun þar sem þau telja að lögboðinn ellefu klukkustunda hvíldartími sé órafjarri því að vera virtur. Orkan okkar eru samtök þeirra sem vilja standa vörð um sjálfsákvörðunarrétt Íslands í orkumálum og berjast þau gegn samþykkt þriðja orkupakkans. Fyrst var greint frá málinu á mbl en í tilkynningu frá Orkunni okkar sem Vísir hefur fengið senda segir að nefnda- og þingfundir á Alþingi hafi staðið yfir nánast samfellt sólarhringum saman. Í tilkynningunni segir jafnframt að mikilvægt sé að starfsmenn, og ekki síst alþingismenn, geti haldið fullri einbeitingu við störf sín og bíði ekki tjón á heilsu sinnu, en Dagný Ósk Aradóttir Pind, lögfræðingur BSRB, segir í samtali við Vísi að lög um hvíldartíma eigi ekki við þingmenn. Þau eigi hins vegar við um starfsmenn Alþingis en ákvæði um hvíldartíma koma fram í tilskipun frá Evrópusambandinu sem innleidd hefur verið í íslenska löggjöf.Dagný Ósk Aradóttir Pind er lögfræðingur BSRB.vefur BSBRGrundvallardómur frá 1986 skilgreinir hugtakið „worker“ Aðspurð hvers vegna þingmenn falli ekki undir vinnutímatilskipunina bendir Dagný bæði á níunda kafla í lögunum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum en líka á Evrópurétt og grundvallardóm þar. „Bæði ertu með undantekningar frá tilskipuninni sem koma fram í 52. grein a), 3. þar sem segir að ákvæði þessa kafla gilda ekki um æðstu stjórnendur eða aðra þá sem ráða vinnutíma sjálfir. Það er spurning hvort þingmenn falli þarna undir en svo er annað sem útilokar þetta frá upphafi. Þetta er Evrópuréttur og þú ert með hugtakið „worker“ þar sem er „starfsmaður“ á íslensku og alþingismenn falla ekki þar undir,“ segir Dagný. Hún segir hugtakið „worker“ ekki skilgreint í Evrópulögunum en grundvallardómur frá árinu 1986 skilgreini hugtakið. „Þar eru hugtakaskilyrði að þú verður að vinna undir stjórn einhvers annars gegn greiðslu. Alþingismenn eru ekki í ráðningarsambandi þannig séð, þeir eru kjörnir, og þeir eru ekki opinberir starfsmenn og eru undanskildir sérstaklega frá starfsmannalögunum,“ segir Dagný en ítrekar að tilskipunin eigi vissulega við um starfsmenn þingsins. Tilkynningu Orkunnar okkar vegna kæru samtakanna til Vinnueftirlitsins og lögreglu má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.Nú hagar svo til að nefnda- og þingfundir á Alþingi hafa staðið yfir nánast samfellt sólarhringum saman. Fundað er á víxl í nefndum og í þinginu, hvíldarlaust.Störf Alþingis eru um þessar mundir í andstöðu við Lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, einkum IX kafla laganna um hvíldartíma, frídaga og hámarksvinnutíma. Lögboðinn 11 klst. hvíldartími er órafjarri því að vera virtur. Lög þessi eru vitaskuld ekki sett að tilefnislausu. Mikilvægt er að starfsmenn, ekki síst alþingismenn, geti haldið fullri einbeitingu við störf sín og bíði ekki tjón á heilsu sinni. Þá er einnig að því að hyggja að aðilar sem hagsmuna eiga að gæta og almenningur hafi tök á að fylgjast með umræðunni í rauntíma.Málið er sérstaklega alvarlegt í ljósi þess að um sjálfan löggjafann er að ræða og með því háttalagi sem hér er vísað til er gefið í skyn að lögum þurfi bara að fylgja þegar hentar.Förum við með bréfi þessu fram á að Vinnueftirlitið og/eða lögreglan bregðist tafarlaust við og stöðvi yfirstandandi lögbrot.
Alþingi Vinnumarkaður Þriðji orkupakkinn Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Sjá meira