Erlent

Rannsaka gyðingahatur innan Verkamannaflokksins

Kjartan Kjartansson skrifar
Corbyn hefur verið sakaður um að aðhafast lítið sem ekkert gegn gyðingahatri sem þrífist innan flokks hans.
Corbyn hefur verið sakaður um að aðhafast lítið sem ekkert gegn gyðingahatri sem þrífist innan flokks hans. Vísir/EPA
Jafnréttis- og mannréttindanefnd Bretlands (EHRC) hefur hafið formlega rannsókn á ásökunum um Verkamannaflokkurinn hafi mismunað, áreitt eða brotið á gyðingum. Réttindasamtök gegn gyðingahatri kvörtuðu undan því að flokkurinn breyti jafnréttislög í fyrra.

Rannsóknin beinist einnig að því hvort að flokkurinn og starfsmenn hans hafi látið hjá líða að bregðast nægilega við kvörtunum um ólöglegt athæfi, að sögn The Guardian.

Ásakanir um að gyðingahatur væri umborið innan Verkamannaflokksins hafa lengi verið á kreiki eftir að Jeremy Corbyn tók við sem leiðtogi.

Það hefur aðeins gerst einu sinni áður að EHRC rannsaki stjórnmálaflokk á Bretlandi en þá var það hægriöfgaflokkur sem átti í hlut. Breski þjóðarflokkurinn BNP var dæmdur til að breyta lögum sínum svo þau samræmdust jafnréttislögum árið 2010. Flokkurinn hafði bannað svörtum Bretum og ákveðnum minnihlutahópum að gerast félagar.

Talsmaður Verkamannaflokksins segir að hann „styðji, verji og fagni samfélagi gyðinga“. Flokkurinn sé jafnframt alfarið andsnúin hvers kyns gyðingahatri. Hann fagni aðgerðum EHRC sem veki athygli á skyldum allra stjórnmálaflokka um að fara eftir jafnréttislögum.

Ísraelski Verkamannaflokkurinn sleit tengsl við flokk Corbyn í fyrra og vísaði til gyðingaandúðar sem liðist innan hans auk gagnrýni á stefnu ísraelskra stjórnvalda.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×