„Sjálfstraustið er mikilvægt en sjálfsefinn er hættulegur“ Andri Eysteinsson skrifar 28. maí 2019 14:09 Guðjón Ari ásamt foreldrum sínum þeim Elínu og Loga. Aðsend/Guðjón Ari Sjálfstraustið er mjög mikilvægt en sjálfsefinn er hættulegur og er ekki neinum til góðs, þetta segir dúx Verzlunarskóla Íslands, Guðjón Ari Logason, sem útskrifaðist frá skólanum með einkunnina 9,74 við hátíðlega athöfn í Háskólabíói síðasta laugardag. Guðjón sem útskrifaðist af Hagfræðisviði Viðskiptabrautar segist hafa gert fastlega ráð fyrir því að verða dúx enda hafi hann „dúxað“ bæði fyrsta og annan bekk Verzlunarskólans. Auk heiðursins og titilsins hlýtur Guðjón einnig veglegan fjárstyrk sem Verzlunarskólinn veitir dúx skólans á hverju ári, í þetta sinn nam upphæð styrksins hálfri milljón króna. „Þetta eru mjög flottir og veglegir styrkir, svo eru minni upphæðir fyrir einstaka fög, bókagjafir og svo er eitthvað um nýnemastyrki frá Háskólunum,“ segir Guðjón sem var staddur í sólarparadísinni Hersonissos á grísku eyjunni Krít ásamt samnemendum sínum í útskriftarferð Verzlunarskólans þegar Vísir náði tali af honum. Kom babb í bátinn eftir fall WOW Air Guðjón segir ferðatilhögunina hafa breyst með falli WOW Air í vor. „Við lögðum af stað daginn eftir útskrift í rúmlega sólarhringsferðalag, ferðaskrifstofan hafði bókað með WOW Air en útaf falli WoW kom smá babb í bátinn. Við flugum til Kölnar, tókum þaðan rútu til Rotterdam og flugum þaðan beint til Krítar,“ segir Guðjón. Spurður um galdurinn að baki árangrinum segir Guðjón að áhuginn skipti gríðarlegu máli. „Maður er ekkert að fara að ná langt án þess að nenna og hafa gaman að því sem maður tekur sér fyrir hendur, Síðan er þetta bara áhugi, eljusemi og skipulag, segir Guðjón sem samhliða námi æfir körfubolta með unglingaflokki Fjölnis. „Það er alltaf gott að vera ekki að drukkna í námsefninu, hafa þetta jafnvægi, mæta á æfingu og fá útrás,“ segir Guðjón. Guðjón ásamt skólastjóra Verzlunarskólans, Inga Ólafssyni.Aðsend/Guðjón Bandaríkin 2020 Verzlunarskóladúxinn ætlar að taka sér árs hlé frá námi næsta vetur, en halda svo til framhaldsnáms í Bandaríkjunum árið 2020. „Ofarlega í huga núna er hagfræðin en ég hef ekki ákveðið í hvaða skóla en ég stefni á Bandaríkin 2020,“ segir Guðjón sem kláraði Verzlunarskólann á þremur árum en mikið hefur verið fjallað um aukið álag á nemendur eftir að þriggja ára kerfið var tekið upp. Guðjón segist hafa fundið fyrir álaginu, sem hafi þó ekki verið yfirþyrmandi. „Það eru bæði kostir og gallar við þetta kerfi, maður hefði alveg viljað vera einu ári lengur með bestu vinunum, en það er samt gott að klára þetta og halda á vit nýrra ævintýra, sagði Guðjón Ari Logason, dúx Verslunarskóla Íslands í sólinni á Krít. Reykjavík Skóla- og menntamál Tímamót Dúxar Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Sjá meira
Sjálfstraustið er mjög mikilvægt en sjálfsefinn er hættulegur og er ekki neinum til góðs, þetta segir dúx Verzlunarskóla Íslands, Guðjón Ari Logason, sem útskrifaðist frá skólanum með einkunnina 9,74 við hátíðlega athöfn í Háskólabíói síðasta laugardag. Guðjón sem útskrifaðist af Hagfræðisviði Viðskiptabrautar segist hafa gert fastlega ráð fyrir því að verða dúx enda hafi hann „dúxað“ bæði fyrsta og annan bekk Verzlunarskólans. Auk heiðursins og titilsins hlýtur Guðjón einnig veglegan fjárstyrk sem Verzlunarskólinn veitir dúx skólans á hverju ári, í þetta sinn nam upphæð styrksins hálfri milljón króna. „Þetta eru mjög flottir og veglegir styrkir, svo eru minni upphæðir fyrir einstaka fög, bókagjafir og svo er eitthvað um nýnemastyrki frá Háskólunum,“ segir Guðjón sem var staddur í sólarparadísinni Hersonissos á grísku eyjunni Krít ásamt samnemendum sínum í útskriftarferð Verzlunarskólans þegar Vísir náði tali af honum. Kom babb í bátinn eftir fall WOW Air Guðjón segir ferðatilhögunina hafa breyst með falli WOW Air í vor. „Við lögðum af stað daginn eftir útskrift í rúmlega sólarhringsferðalag, ferðaskrifstofan hafði bókað með WOW Air en útaf falli WoW kom smá babb í bátinn. Við flugum til Kölnar, tókum þaðan rútu til Rotterdam og flugum þaðan beint til Krítar,“ segir Guðjón. Spurður um galdurinn að baki árangrinum segir Guðjón að áhuginn skipti gríðarlegu máli. „Maður er ekkert að fara að ná langt án þess að nenna og hafa gaman að því sem maður tekur sér fyrir hendur, Síðan er þetta bara áhugi, eljusemi og skipulag, segir Guðjón sem samhliða námi æfir körfubolta með unglingaflokki Fjölnis. „Það er alltaf gott að vera ekki að drukkna í námsefninu, hafa þetta jafnvægi, mæta á æfingu og fá útrás,“ segir Guðjón. Guðjón ásamt skólastjóra Verzlunarskólans, Inga Ólafssyni.Aðsend/Guðjón Bandaríkin 2020 Verzlunarskóladúxinn ætlar að taka sér árs hlé frá námi næsta vetur, en halda svo til framhaldsnáms í Bandaríkjunum árið 2020. „Ofarlega í huga núna er hagfræðin en ég hef ekki ákveðið í hvaða skóla en ég stefni á Bandaríkin 2020,“ segir Guðjón sem kláraði Verzlunarskólann á þremur árum en mikið hefur verið fjallað um aukið álag á nemendur eftir að þriggja ára kerfið var tekið upp. Guðjón segist hafa fundið fyrir álaginu, sem hafi þó ekki verið yfirþyrmandi. „Það eru bæði kostir og gallar við þetta kerfi, maður hefði alveg viljað vera einu ári lengur með bestu vinunum, en það er samt gott að klára þetta og halda á vit nýrra ævintýra, sagði Guðjón Ari Logason, dúx Verslunarskóla Íslands í sólinni á Krít.
Reykjavík Skóla- og menntamál Tímamót Dúxar Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Sjá meira