Real Madrid verðmætasta félag heims og þrjú ensk á undan Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2019 09:00 Real Madrid menn hafa ekki getað fagnað miklu á nýloknu tímabili en unnu þó heimsmeistarakeppni félagsliða í desember. Getty/ Etsuo Hara Það hefur lítið sem ekkert gengið hjá spænska stórliðinu Real Madrid á þessu tímabili en félagið getur þó glaðst yfir því að vera komið upp í efsta sætið sem verðmætasta félag Evrópu. Real Madrid er komið upp fyrir Manchester United á nýjum verðmætalista KPMG en sú samantekt byggir á keppnistímabilunum 2016-17 og 2017-18. Þar liggur kannski lukka Real Madrid manna.Real Madrid has overtaken Manchester United and been named most valuable European football club, being worth about €3.22bn (£2.91bn).https://t.co/4KzyTsrW92 — BBC Newsbeat (@BBCNewsbeat) May 29, 2019Virði Real Madrid metur KPMG að sé 3,22 milljarða evra eða 447 milljarða íslenskra króna. Það hjálpar Real mikið í þessari samantekt að liðið vann Meistaradeildina bæði þessi tímabil en spænska félagið auk virði sitt um tíu prósent á árunum 2016 til 2018. Manchester United hefur líka verið í lægð á síðustu árum og gefur nú eftir titilinn sem verðmætasta félag í Evrópu. United fer þó ekki neðar en í 2. sætið með virði upp á 3,207 milljarða evra eða 445 milljarða íslenskra króna. Í næstu sætum eru síðan Bayern München og Barcelona. Real Madrid ætlar sér að ná til síns stórstjörnur í sumar til að rífa liðið sitt upp en Real var úr leik á öllum vígstöðvum í marsmánuði sem er afar óvenjulegt ástand á Santiago Bernabeu.After three years of stability on the podium, this year brought some turbulence, our fourth edition of the “Football Clubs' Valuation: The European Elite 2019” report reveals Click here to go to the full reporthttps://t.co/Bz2WmAJamD#KPMGFootballClubsValuationpic.twitter.com/XMzlZmvSeN — Football Benchmark (@Football_BM) May 28, 2019Liverpool og Tottenham mætast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á laugardaginn en þau eru nokkuð frá toppnum. Liverpool er sjöunda verðmætasta félag Evrópu og Tottenham er í níunda sæti. Ensku félögin eru samt mjög áberandi meðal verðmætustu félaganna. Það eru þrjú ensk félög á undan Liverpool eða Manchester United, Manchester City og Chelsea. Arsenal er síðan á milli Liverpool og Tottenham. Þrjú önnur ensk félög komust líka á lista yfir 32 verðmætustu félög Evrópu en það eru West Ham United, Leicester City og Everton. Skoska félagð Celtic og spænska félagið Villarreal eru bæði á þessum lista í fyrsta sinn en þau taka sæti Valencia og tyrknesk félags sem detta bæði út af topp 32 listanum.Tíu verðmætustu félög Evrópu að mati KPMG: 1. Real Madrid - 3,224 milljarðar evra 2. Manchester United - 3,207 milljarðar evra 3. Bayern Munich - 2,696 milljarðar evra 4. Barcelona - 2,676 milljarðar evra 5. Manchester City - 2,460 milljarðar evra 6. Chelsea - 2,227 milljarðar evra 7. Liverpool - 2,095 milljarðar evra 8. Arsenal - 2,008 milljarðar evra 9. Tottenham - 1,697 milljarðar evra 10. Juventus - 1,548 milljarðar evraAhead of the fourth annual edition of our club valuation report, which will rank the 32 most prominent European clubs according to their enterprise value, we show who the top three were in the past editions After 3 years of stability on the podium, will we see some changes? pic.twitter.com/4oC79hCaHT — Football Benchmark (@Football_BM) May 27, 2019 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Sjá meira
Það hefur lítið sem ekkert gengið hjá spænska stórliðinu Real Madrid á þessu tímabili en félagið getur þó glaðst yfir því að vera komið upp í efsta sætið sem verðmætasta félag Evrópu. Real Madrid er komið upp fyrir Manchester United á nýjum verðmætalista KPMG en sú samantekt byggir á keppnistímabilunum 2016-17 og 2017-18. Þar liggur kannski lukka Real Madrid manna.Real Madrid has overtaken Manchester United and been named most valuable European football club, being worth about €3.22bn (£2.91bn).https://t.co/4KzyTsrW92 — BBC Newsbeat (@BBCNewsbeat) May 29, 2019Virði Real Madrid metur KPMG að sé 3,22 milljarða evra eða 447 milljarða íslenskra króna. Það hjálpar Real mikið í þessari samantekt að liðið vann Meistaradeildina bæði þessi tímabil en spænska félagið auk virði sitt um tíu prósent á árunum 2016 til 2018. Manchester United hefur líka verið í lægð á síðustu árum og gefur nú eftir titilinn sem verðmætasta félag í Evrópu. United fer þó ekki neðar en í 2. sætið með virði upp á 3,207 milljarða evra eða 445 milljarða íslenskra króna. Í næstu sætum eru síðan Bayern München og Barcelona. Real Madrid ætlar sér að ná til síns stórstjörnur í sumar til að rífa liðið sitt upp en Real var úr leik á öllum vígstöðvum í marsmánuði sem er afar óvenjulegt ástand á Santiago Bernabeu.After three years of stability on the podium, this year brought some turbulence, our fourth edition of the “Football Clubs' Valuation: The European Elite 2019” report reveals Click here to go to the full reporthttps://t.co/Bz2WmAJamD#KPMGFootballClubsValuationpic.twitter.com/XMzlZmvSeN — Football Benchmark (@Football_BM) May 28, 2019Liverpool og Tottenham mætast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á laugardaginn en þau eru nokkuð frá toppnum. Liverpool er sjöunda verðmætasta félag Evrópu og Tottenham er í níunda sæti. Ensku félögin eru samt mjög áberandi meðal verðmætustu félaganna. Það eru þrjú ensk félög á undan Liverpool eða Manchester United, Manchester City og Chelsea. Arsenal er síðan á milli Liverpool og Tottenham. Þrjú önnur ensk félög komust líka á lista yfir 32 verðmætustu félög Evrópu en það eru West Ham United, Leicester City og Everton. Skoska félagð Celtic og spænska félagið Villarreal eru bæði á þessum lista í fyrsta sinn en þau taka sæti Valencia og tyrknesk félags sem detta bæði út af topp 32 listanum.Tíu verðmætustu félög Evrópu að mati KPMG: 1. Real Madrid - 3,224 milljarðar evra 2. Manchester United - 3,207 milljarðar evra 3. Bayern Munich - 2,696 milljarðar evra 4. Barcelona - 2,676 milljarðar evra 5. Manchester City - 2,460 milljarðar evra 6. Chelsea - 2,227 milljarðar evra 7. Liverpool - 2,095 milljarðar evra 8. Arsenal - 2,008 milljarðar evra 9. Tottenham - 1,697 milljarðar evra 10. Juventus - 1,548 milljarðar evraAhead of the fourth annual edition of our club valuation report, which will rank the 32 most prominent European clubs according to their enterprise value, we show who the top three were in the past editions After 3 years of stability on the podium, will we see some changes? pic.twitter.com/4oC79hCaHT — Football Benchmark (@Football_BM) May 27, 2019
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Sjá meira