Mætir ekki til eldhúsdagsumræðna vegna lengdar þingfundar Kjartan Kjartansson skrifar 29. maí 2019 11:35 Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, ætlaði ekki að mæta til eldhúsdagsumræðna í kvöld drægist þingundur mikið á langinn í morgun. Fréttablaðið/Anton Brink Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, tilkynnti forseta Alþingis undir lok maraþonþingundar í morgun að hann ætlaði sér ekki að mæta til eldhúsdagsumræðna í kvöld héldi þingfundur lengi áfram. Forseti sleit fundi skömmu fyrir klukkan ellefu í dag, rúmum sólahring eftir að hann hófst. Þingfundur hófst klukkan hálf ellefu í gærmorgun um byrjaði umræðan um þriðja orkupakkann skömmu eftir klukkan ellefu. Sem fyrr héldu þingmenn Miðflokksins upp málþófi sem stóð yfir í alla nótt og langt fram að hádegi í dag. Alls var virkur fundartími um tuttugu og tvær klukkustundir. Skömmu eftir klukkan tíu í morgun voru miðflokksmenn farnir að inna Steingrím J. Sigfússon, forseta Alþingis, eftir því hversu lengi hann ætlaði að halda þingfundi áfram. Steingrímur lét ekkert uppi um hvenær fundi yrði slitið nákvæmlega, aðeins að áfram yrði fundað eitthvað. Hefðbundnar eldhúsdagsumræður eiga að hefjast á Alþingi klukkan 19:30 í kvöld. Sagðist Þorsteinn telja það óhæfu að þingmönnum gæfist ekki eðlilegur fyrirvari að búa sig undir umræðurnar. „Ég vil tilkynna forseta að sá sem hér stendur mun ekki mæta til fundar í kvöld klukkan hálf átta haldi fundur lengi hér áfram heldur mun hann einbeita sér að því að undirbúa sig undir fundarhöld föstudags sem hann væntir að muni standa drykklanga stund,“ sagði Þorsteinn þá þegar hann ræddi um fundarstjórn forseta.Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.Vísir/ÞÞ„Það hryggir nú forseta mjög að háttvirtur þingmaður hyggst ekki mæta til eldhúsdagsumræðna í kvöld en forseti viðurkennir rétt háttvirts þingmanns til að ráða því sjálfur sem og sínum næturstað,“ svaraði Steingrímur. Þingmaðurinn hefði sjálfræði um það líkt og þingmenn hefðu sjálfræði um að halda umræðunni áfram. „Það er enginn sem neyðir þá til þess,“ sagði þingforsetinn. Við lok þingfundar klukkan 10:47 sagði Steingrímur að umræðurnar um þriðja orkupakkann hefðu nú staðið yfir í 130 klukkustundir. Þar af hefðu miðflokksmenn talað í rúmar 110 klukkustundir. Andsvör í umræðunni væru komin hátt á þriðja þúsund. Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Segir senn fullreynt að höfða til virðingar Miðflokks fyrir þingræði Þingfundi var slitið eftir rúmlega sólarhrings fundahöld. Miðflokksmenn hafa nú rætt um þriðja orkupakkann í rúmar 110 klukkustundir. 29. maí 2019 11:12 Eldhúsdagur á Alþingi í dag Almennar stjórnmálaumræður, sem í daglegu tali kallast eldhúsdagsumræður, fara fram á Alþingi klukkan hálf átta í kvöld. 29. maí 2019 06:15 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Sjá meira
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, tilkynnti forseta Alþingis undir lok maraþonþingundar í morgun að hann ætlaði sér ekki að mæta til eldhúsdagsumræðna í kvöld héldi þingfundur lengi áfram. Forseti sleit fundi skömmu fyrir klukkan ellefu í dag, rúmum sólahring eftir að hann hófst. Þingfundur hófst klukkan hálf ellefu í gærmorgun um byrjaði umræðan um þriðja orkupakkann skömmu eftir klukkan ellefu. Sem fyrr héldu þingmenn Miðflokksins upp málþófi sem stóð yfir í alla nótt og langt fram að hádegi í dag. Alls var virkur fundartími um tuttugu og tvær klukkustundir. Skömmu eftir klukkan tíu í morgun voru miðflokksmenn farnir að inna Steingrím J. Sigfússon, forseta Alþingis, eftir því hversu lengi hann ætlaði að halda þingfundi áfram. Steingrímur lét ekkert uppi um hvenær fundi yrði slitið nákvæmlega, aðeins að áfram yrði fundað eitthvað. Hefðbundnar eldhúsdagsumræður eiga að hefjast á Alþingi klukkan 19:30 í kvöld. Sagðist Þorsteinn telja það óhæfu að þingmönnum gæfist ekki eðlilegur fyrirvari að búa sig undir umræðurnar. „Ég vil tilkynna forseta að sá sem hér stendur mun ekki mæta til fundar í kvöld klukkan hálf átta haldi fundur lengi hér áfram heldur mun hann einbeita sér að því að undirbúa sig undir fundarhöld föstudags sem hann væntir að muni standa drykklanga stund,“ sagði Þorsteinn þá þegar hann ræddi um fundarstjórn forseta.Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.Vísir/ÞÞ„Það hryggir nú forseta mjög að háttvirtur þingmaður hyggst ekki mæta til eldhúsdagsumræðna í kvöld en forseti viðurkennir rétt háttvirts þingmanns til að ráða því sjálfur sem og sínum næturstað,“ svaraði Steingrímur. Þingmaðurinn hefði sjálfræði um það líkt og þingmenn hefðu sjálfræði um að halda umræðunni áfram. „Það er enginn sem neyðir þá til þess,“ sagði þingforsetinn. Við lok þingfundar klukkan 10:47 sagði Steingrímur að umræðurnar um þriðja orkupakkann hefðu nú staðið yfir í 130 klukkustundir. Þar af hefðu miðflokksmenn talað í rúmar 110 klukkustundir. Andsvör í umræðunni væru komin hátt á þriðja þúsund.
Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Segir senn fullreynt að höfða til virðingar Miðflokks fyrir þingræði Þingfundi var slitið eftir rúmlega sólarhrings fundahöld. Miðflokksmenn hafa nú rætt um þriðja orkupakkann í rúmar 110 klukkustundir. 29. maí 2019 11:12 Eldhúsdagur á Alþingi í dag Almennar stjórnmálaumræður, sem í daglegu tali kallast eldhúsdagsumræður, fara fram á Alþingi klukkan hálf átta í kvöld. 29. maí 2019 06:15 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Sjá meira
Segir senn fullreynt að höfða til virðingar Miðflokks fyrir þingræði Þingfundi var slitið eftir rúmlega sólarhrings fundahöld. Miðflokksmenn hafa nú rætt um þriðja orkupakkann í rúmar 110 klukkustundir. 29. maí 2019 11:12
Eldhúsdagur á Alþingi í dag Almennar stjórnmálaumræður, sem í daglegu tali kallast eldhúsdagsumræður, fara fram á Alþingi klukkan hálf átta í kvöld. 29. maí 2019 06:15
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent