Kuldinn bítur ekki á brimbrettakappa við Íslandsstrendur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. maí 2019 10:30 Sé búnaðurinn réttur og félagsskapurinn góður er ekki jafn kalt og ætla mætti að stunda brimbrettaiðkun við Íslandsstrendur. Við fylgdumst með nokkrum brimbrettaköppum stíga sín fyrstu skref í öldunum. Það var ekki mjög sumarlegt á nyrsta enda Tröllaskaga þegar fréttamaður hitti nokkra brimbrettakappa sem voru þar við æfingar. Sjórinn var kaldur, kalt í lofti og það örlaði á snjókomu en það stoppaði ekki brimbrettakappana. Áður en að haldið var út í sjóinn lagði brimbrettakappinn Ingó Ólsen línurnar, kynntu undirstöðuatriðin og hvernig mætti koma í veg fyrir að kuldinn myndi bíta. „Það er búið að komast að því að það er hægt gera þetta á kaldari stöðum. Það er búið að þróa búnaðinn í gegnum árin þannig að þetta er auðveldara. Þetta þarf ekkert að vera kalt ef maður hefur bara réttu rútínuna og búnað,“ segir Ingó.Spáð í öldurnar.Vísir/Tryggvi PállVíða á Íslandi eru góðir staðir til brimbrettaiðkunar en mikilvægt er að sækja sér leiðsögn áður en hoppað er út í öldurnar. „Síðan snýst þetta bara um að eyða tíma í sjónum. Klárlega er gott að fá leiðsögn til að byrja með, kynnast búnaðinum, brettunum og hvað maður þarf að hafa í huga. Síðan þarf maður bara að vera duglegur að fara og djöflast,“ segir Ingó.Er þetta hættulegt?„Þetta þarf ekki að vera hættulegt en þetta getur klárlega verið hættulegt. ísland er ekki mjög byrjendavænn staður en það geta verið mjög fínir dagar. Maður þarf bara að velja þá rétt eins og við gerðum hér í dag.“Ingólfur, til hægri, var brimbrettaköppunum innan handar.Vísir/Tryggvi Páll.Og þau sem mættu voru hæstánægð. „Þetta er geðveikt, algjörlega geðveikt. Ég er að gera þetta í fyrsta skipti og þetta er algjörlega truflað,“ segir Halldór Ingvason.Er þetta ekkert kalt?„Nei, ekki vitund.“ „Maður finnur að í hvert skipti verður þetta meir og meira gaman. Maður lærir meira og meira,“ segir Jónas Stefánsson.Það er æfingin sem skapar meistarann? „Algjörlega, það er bara svoleiðis.“ Ferðamennska á Íslandi Fjallabyggð Tengdar fréttir Sjórinn er leikvöllur Skjótt var brugðist við á sunnudaginn þegar tilkynnt var um mann í sjónum við Seltjarnarnes. Útkallið var þó dregið til baka þegar í ljós kom að á ferðinni var brimbrettakappinn Steinarr Lár. 12. mars 2019 07:45 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Sé búnaðurinn réttur og félagsskapurinn góður er ekki jafn kalt og ætla mætti að stunda brimbrettaiðkun við Íslandsstrendur. Við fylgdumst með nokkrum brimbrettaköppum stíga sín fyrstu skref í öldunum. Það var ekki mjög sumarlegt á nyrsta enda Tröllaskaga þegar fréttamaður hitti nokkra brimbrettakappa sem voru þar við æfingar. Sjórinn var kaldur, kalt í lofti og það örlaði á snjókomu en það stoppaði ekki brimbrettakappana. Áður en að haldið var út í sjóinn lagði brimbrettakappinn Ingó Ólsen línurnar, kynntu undirstöðuatriðin og hvernig mætti koma í veg fyrir að kuldinn myndi bíta. „Það er búið að komast að því að það er hægt gera þetta á kaldari stöðum. Það er búið að þróa búnaðinn í gegnum árin þannig að þetta er auðveldara. Þetta þarf ekkert að vera kalt ef maður hefur bara réttu rútínuna og búnað,“ segir Ingó.Spáð í öldurnar.Vísir/Tryggvi PállVíða á Íslandi eru góðir staðir til brimbrettaiðkunar en mikilvægt er að sækja sér leiðsögn áður en hoppað er út í öldurnar. „Síðan snýst þetta bara um að eyða tíma í sjónum. Klárlega er gott að fá leiðsögn til að byrja með, kynnast búnaðinum, brettunum og hvað maður þarf að hafa í huga. Síðan þarf maður bara að vera duglegur að fara og djöflast,“ segir Ingó.Er þetta hættulegt?„Þetta þarf ekki að vera hættulegt en þetta getur klárlega verið hættulegt. ísland er ekki mjög byrjendavænn staður en það geta verið mjög fínir dagar. Maður þarf bara að velja þá rétt eins og við gerðum hér í dag.“Ingólfur, til hægri, var brimbrettaköppunum innan handar.Vísir/Tryggvi Páll.Og þau sem mættu voru hæstánægð. „Þetta er geðveikt, algjörlega geðveikt. Ég er að gera þetta í fyrsta skipti og þetta er algjörlega truflað,“ segir Halldór Ingvason.Er þetta ekkert kalt?„Nei, ekki vitund.“ „Maður finnur að í hvert skipti verður þetta meir og meira gaman. Maður lærir meira og meira,“ segir Jónas Stefánsson.Það er æfingin sem skapar meistarann? „Algjörlega, það er bara svoleiðis.“
Ferðamennska á Íslandi Fjallabyggð Tengdar fréttir Sjórinn er leikvöllur Skjótt var brugðist við á sunnudaginn þegar tilkynnt var um mann í sjónum við Seltjarnarnes. Útkallið var þó dregið til baka þegar í ljós kom að á ferðinni var brimbrettakappinn Steinarr Lár. 12. mars 2019 07:45 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Sjórinn er leikvöllur Skjótt var brugðist við á sunnudaginn þegar tilkynnt var um mann í sjónum við Seltjarnarnes. Útkallið var þó dregið til baka þegar í ljós kom að á ferðinni var brimbrettakappinn Steinarr Lár. 12. mars 2019 07:45