Fyrrverandi Fugees rappari ákærður fyrir 2,6 milljarða króna fjársvik Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 12. maí 2019 09:59 Rapparinn og leikarinn Pras. getty/Vincent Sandoval Prakazrel „Pras“ Michel, einn stofnmeðlima rappsveitarinnar The Fugees, hefur verið ákærður í alþjóðlegu fjársvikamáli. Frá þesu þessu er greint á vef Deadline. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti á föstudag að ákæran væri í fjórum liðum og fælist hún í því að Michel, ásamt malasíska viðskiptamanninum Low Taek Jho, einnig þekktur sem Jho Low, hafi skipulagt að söfnun og dreifingu fjármuna, sem þeir leyndu, sem notaðir voru til að styrkja ónefnt forsetaframboð í Bandaríkjunum árið 2012. Í ákærunni kom fram að Michel og Low hafi báðir verið ákærðir fyrir að hafa skipulagt að svíkja fé af Bandaríska ríkinu, að hafa gefið kosningaherferð erlenda fjármuni sem þeir leyndu. Michel hefur einnig verið ákærður fyrir að hafa lagt á ráðin um að leyna staðreyndum um fjármunina og tveir ákæruliðir um skjalafals í tengslum við samsærið. Alríkislögregla Bandaríkjanna segir Low hafa millifært 2,6 milljarða íslenskra króna á reikninga Michel í þeim tilgangi að veita peningunum í forsetaframboð í Bandaríkjunum undir því yfirskini að fjárveitingarnar væru löglegar. Samkvæmt lögum Bandaríkjanna mega erlendir ríkisborgarar ekki styrkja frambjóðendur í kosningabaráttu sinni. Í ákærunni kemur fram að Michel eigi að hafa dreift 106 milljónum króna á milli 20 annarra einstaklinga sem áttu svo að gefa peninganna til forsetaframboðsins óþekkta. Saksóknarar segja Michel einnig hafa gefið um 120 milljónir króna til samtaka sem hjálpuðu til við framboð óþekkta frambjóðandans árið 2012. Michel mætti fyrir dóm í Washington D.C. á föstudag og hélt þar fram sakleysi sínu. Barry Pollack, lögmaður Michel, sagði í viðtali við The Associated Press að „hr. Michel er saklaus og hlakkar til að kviðdómur heyri framsögu á málinu.“ Low, sem er útlagi frá Malasíu, hefur áður verið ákærður fyrir fjárþvott og er málinu ekki enn lokið. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
Prakazrel „Pras“ Michel, einn stofnmeðlima rappsveitarinnar The Fugees, hefur verið ákærður í alþjóðlegu fjársvikamáli. Frá þesu þessu er greint á vef Deadline. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti á föstudag að ákæran væri í fjórum liðum og fælist hún í því að Michel, ásamt malasíska viðskiptamanninum Low Taek Jho, einnig þekktur sem Jho Low, hafi skipulagt að söfnun og dreifingu fjármuna, sem þeir leyndu, sem notaðir voru til að styrkja ónefnt forsetaframboð í Bandaríkjunum árið 2012. Í ákærunni kom fram að Michel og Low hafi báðir verið ákærðir fyrir að hafa skipulagt að svíkja fé af Bandaríska ríkinu, að hafa gefið kosningaherferð erlenda fjármuni sem þeir leyndu. Michel hefur einnig verið ákærður fyrir að hafa lagt á ráðin um að leyna staðreyndum um fjármunina og tveir ákæruliðir um skjalafals í tengslum við samsærið. Alríkislögregla Bandaríkjanna segir Low hafa millifært 2,6 milljarða íslenskra króna á reikninga Michel í þeim tilgangi að veita peningunum í forsetaframboð í Bandaríkjunum undir því yfirskini að fjárveitingarnar væru löglegar. Samkvæmt lögum Bandaríkjanna mega erlendir ríkisborgarar ekki styrkja frambjóðendur í kosningabaráttu sinni. Í ákærunni kemur fram að Michel eigi að hafa dreift 106 milljónum króna á milli 20 annarra einstaklinga sem áttu svo að gefa peninganna til forsetaframboðsins óþekkta. Saksóknarar segja Michel einnig hafa gefið um 120 milljónir króna til samtaka sem hjálpuðu til við framboð óþekkta frambjóðandans árið 2012. Michel mætti fyrir dóm í Washington D.C. á föstudag og hélt þar fram sakleysi sínu. Barry Pollack, lögmaður Michel, sagði í viðtali við The Associated Press að „hr. Michel er saklaus og hlakkar til að kviðdómur heyri framsögu á málinu.“ Low, sem er útlagi frá Malasíu, hefur áður verið ákærður fyrir fjárþvott og er málinu ekki enn lokið.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira