Forsetakosningar í Litháen: Járnfrúin lætur senn af embætti Atli Ísleifsson skrifar 12. maí 2019 12:00 Dalia Grybauskaitė hefur gegnt embætti forseta Litháren frá árinu 2009. EPA Litháar genga að kjörborðinu í dag til að kjósa nýjan forseta og um breytingar á stjórnarskrá landsins. Núverandi forseti landsins, Dalia Grybauskaitė, er nú að klára sitt annað kjörtímabil og kemur stjórnarskrá landsins í veg fyrir að hún geti setið áfram. Alls eru níu manns í framboði til forseta. Hljóti enginn þeirra hreinan meirihluta verður kosið milli þeirra tveggja sem flest atkvæði hljóta í annarri umferð sem fram færi að tveimur vikum liðnum.Hagfræðingurinn Gitanas Nausėda er í framboði til embætti forseta Litháen.EPAFækkun þingmanna Þeir frambjóðendur sem hafa mælst með mest fylgi í könnunum eru hagfræðingurinn Gitanas Nausėda og fyrrverandi fjármálaráðherra landsins, Ingrida Šimonytė. Samhliða forsetakosningunum fer fram þjóðaratkvæðagreiðsla um breytingar á stjórnarskrá sem fæli í sér fækkun þingmanna úr 141 í 121, auk þess litháískum ríkisborgurum yrði heimilt að vera með tvöfalt ríkisfang.Ingrida Šimonytė, fyrrverandi fjármálaráðherra, er einnig í framboði til forseta.EPAEmbætti forseta Litháen svipar nokkuð til þess finnska að því leyti að hann hefur sérstaklega mikil völd þegar kemur að utanríkisstefnu landsins.Járnfrúin mögulegur arftaki Tusk Fráfarandi forseti, Dalia Grybauskaitė, hefur á undanförnum árum fengið viðurnefnið Járnfrúin, líkt og Margaret Thatcher, vegna beinskeytts stjórnarstíls, harðrar afstöðu sinnar í garð Rússlands, auk þess að hún er með svart belti í karate. Grybauskaitė hefur ítrekað verið nefnd sem mögulegur arftaki Pólverjans Donalds Tusk en hann lætur senn af embætti sem forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins. Áður en hún tók við embætti forseta hafði hún gegnt embætti fjármálaráðherra landsins og framkvæmdastjóra í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (2004-2009). Litháen Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Sjá meira
Litháar genga að kjörborðinu í dag til að kjósa nýjan forseta og um breytingar á stjórnarskrá landsins. Núverandi forseti landsins, Dalia Grybauskaitė, er nú að klára sitt annað kjörtímabil og kemur stjórnarskrá landsins í veg fyrir að hún geti setið áfram. Alls eru níu manns í framboði til forseta. Hljóti enginn þeirra hreinan meirihluta verður kosið milli þeirra tveggja sem flest atkvæði hljóta í annarri umferð sem fram færi að tveimur vikum liðnum.Hagfræðingurinn Gitanas Nausėda er í framboði til embætti forseta Litháen.EPAFækkun þingmanna Þeir frambjóðendur sem hafa mælst með mest fylgi í könnunum eru hagfræðingurinn Gitanas Nausėda og fyrrverandi fjármálaráðherra landsins, Ingrida Šimonytė. Samhliða forsetakosningunum fer fram þjóðaratkvæðagreiðsla um breytingar á stjórnarskrá sem fæli í sér fækkun þingmanna úr 141 í 121, auk þess litháískum ríkisborgurum yrði heimilt að vera með tvöfalt ríkisfang.Ingrida Šimonytė, fyrrverandi fjármálaráðherra, er einnig í framboði til forseta.EPAEmbætti forseta Litháen svipar nokkuð til þess finnska að því leyti að hann hefur sérstaklega mikil völd þegar kemur að utanríkisstefnu landsins.Járnfrúin mögulegur arftaki Tusk Fráfarandi forseti, Dalia Grybauskaitė, hefur á undanförnum árum fengið viðurnefnið Járnfrúin, líkt og Margaret Thatcher, vegna beinskeytts stjórnarstíls, harðrar afstöðu sinnar í garð Rússlands, auk þess að hún er með svart belti í karate. Grybauskaitė hefur ítrekað verið nefnd sem mögulegur arftaki Pólverjans Donalds Tusk en hann lætur senn af embætti sem forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins. Áður en hún tók við embætti forseta hafði hún gegnt embætti fjármálaráðherra landsins og framkvæmdastjóra í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (2004-2009).
Litháen Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Sjá meira