Enski boltinn

Trent og Robertson settu met

Dagur Lárusson skrifar
Félagarnir tveir.
Félagarnir tveir. vísir/getty
Bakvarðarpar Liverpool, Trent Alexander-Arnold og Andy Robertson, settu met á þessari leiktíð yfir fjölda stoðsendinga á einu tímabili.

 

Alexander-Arnold gaf sína 12 stoðsendingu í dag en þeir félagarnir eru fyrsta bakvarðarpar í sögu ensku úrvaldeildarinnar til þess að gefa báðir tíu stoðsendingar eða fleiri á einu tímabili. Andy Robertson gaf 11 stoðsendingar.

 

Þetta var ekki eina metið sem slegið var í dag en Alisson bætti einnig met Pepe Reina en hann hélt hreinu 21 sinni á tímabilinu. Varnartröllið Virgil Van Djik varð síðan í dag fyrsti varnarmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar til þess að láta ekki einn leikmann hlaupa framhjá sér með boltann á einu tímabili. Magnað hjá leikmönnum Liverpool.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×