Enski boltinn

Klopp: Þetta er aðeins fyrsta skrefið

Dagur Lárusson skrifar
Jurgen Klopp.
Jurgen Klopp. vísir/getty
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var að vonum vonsvikin með úrslit dagsins í dag en sagði þó að þetta væri aðeins fyrsta skref Liverpool í átt að velgegni.

 

Liverpool þurfti að sætta sig við annað sætið og 97 stig eftir að hafa leikið óaðfinnalega í allan vetur og tapað aðeins einum leik.

 

„Fólk mun segja að við hefðum getað gert þetta eða við gerðum hitt og þetta en ég held að við gætum í raun ekki hafa gert neitt meira.”

 

„City voru heppnir á sumum augnablikum og við vorum heppnir á sumum augnablikum. Þetta snerist allt um það að halda okkur í baráttunni og trúa á að við gætum þetta og það er það sem við gerðum.”

 

„Þegar keppinautur þinn er Manchester City þá mun þetta alltaf vera erfitt. Þeir gátu ekki losað sig við okkur og við gátum ekki losað okkur við þá. Að lenda í öðru sæti er ekki einmitt það sem ég vildi en við verðum að líta á þetta sem fyrsta skrefið fyrir þetta lið.”

 

Liverpool spilar til úrslita í Meistaradeildinni við Tottenham eftir þrjár vikur.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×