Dóttir Mo Salah skoraði á Anfield í gær og allt varð vitlaust í Kop-stúkunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. maí 2019 13:00 Mohamed Salah með dóttur sinni Mökku á Anfield í gær. Getty/Robbie Jay Barratt Liverpool fagnaði ekki enska meistaratitlinum á Anfield í gær en stuðningsmenn félagsins nutu dagsins og fögnuðu góðu tímabili í leikslok eftir 2-0 sigur á Úlfunum. Annað sætið og 97 stig er besta tímabil Liverpool í ensku úrvalsdeildinni en nú munu að minnsta kosti þrjátíu ár líða á milli Englandsmeistaratitla. Mestu fagnaðarlætin á Anfield í gær komu kannski þegar dóttir Mohamed Salah sló í gegn fyrir framan Kop stúkuna.Mo Salah's daughter scores in front of the Liverpool fans and the crowd goes wild (via @nathanmurf)pic.twitter.com/cMvuqKRjFE — Bleacher Report (@BleacherReport) May 12, 2019Mohamed Salah var þá nýbúinn að fá gullskóinn sinn og var að fagna þeirri stund með fjölskyldu sinni. Dóttir hans heitir Makka og er fædd árið 2014. Hún var þarna með móður sinni, Maggi og fékk að næla sér aðeins í sviðsljósið og kynna sig fyrir stuðningsmönnum Liverpool liðsins. Þegar Mohamed Salah ætlaði að fara inn í klefa þá tók stelpan sig til, náði í bolta og rakti hann í átta að Kop stúkunni. Mohamed Salah heyrði að eitthvað var að gerast og sá þá dóttur sína skora við mikinn fögnuð stuðningsmanna Liverpool. Það má sjá þessa skemmtilegu stund hér fyrir neðan.Mo Salah’s daughter scored and Liverpool fans went crazy. (via @espnfc) pic.twitter.com/Txmam9RKsF — Complex Sports (@ComplexSports) May 12, 2019Mohamed Salah fékk gullskóinn annað árið í röð en hann skoraði 22 deildarmörk á tímabilinu eins og þeir Sadio Mane og Pierre Emerick-Aubameyang. Salah skoraði reyndar tíu mörkum færra en í fyrra en liðið náði betri árangri. Mohamed Salah birti líka mynd af sér með dóttur sinni á Twitter eins og sjá má hér fyrir neðan.“Yes, I know we have one at home. This is a new one” pic.twitter.com/9q8L7fSOgB — Mohamed Salah (@MoSalah) May 12, 2019 Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira
Liverpool fagnaði ekki enska meistaratitlinum á Anfield í gær en stuðningsmenn félagsins nutu dagsins og fögnuðu góðu tímabili í leikslok eftir 2-0 sigur á Úlfunum. Annað sætið og 97 stig er besta tímabil Liverpool í ensku úrvalsdeildinni en nú munu að minnsta kosti þrjátíu ár líða á milli Englandsmeistaratitla. Mestu fagnaðarlætin á Anfield í gær komu kannski þegar dóttir Mohamed Salah sló í gegn fyrir framan Kop stúkuna.Mo Salah's daughter scores in front of the Liverpool fans and the crowd goes wild (via @nathanmurf)pic.twitter.com/cMvuqKRjFE — Bleacher Report (@BleacherReport) May 12, 2019Mohamed Salah var þá nýbúinn að fá gullskóinn sinn og var að fagna þeirri stund með fjölskyldu sinni. Dóttir hans heitir Makka og er fædd árið 2014. Hún var þarna með móður sinni, Maggi og fékk að næla sér aðeins í sviðsljósið og kynna sig fyrir stuðningsmönnum Liverpool liðsins. Þegar Mohamed Salah ætlaði að fara inn í klefa þá tók stelpan sig til, náði í bolta og rakti hann í átta að Kop stúkunni. Mohamed Salah heyrði að eitthvað var að gerast og sá þá dóttur sína skora við mikinn fögnuð stuðningsmanna Liverpool. Það má sjá þessa skemmtilegu stund hér fyrir neðan.Mo Salah’s daughter scored and Liverpool fans went crazy. (via @espnfc) pic.twitter.com/Txmam9RKsF — Complex Sports (@ComplexSports) May 12, 2019Mohamed Salah fékk gullskóinn annað árið í röð en hann skoraði 22 deildarmörk á tímabilinu eins og þeir Sadio Mane og Pierre Emerick-Aubameyang. Salah skoraði reyndar tíu mörkum færra en í fyrra en liðið náði betri árangri. Mohamed Salah birti líka mynd af sér með dóttur sinni á Twitter eins og sjá má hér fyrir neðan.“Yes, I know we have one at home. This is a new one” pic.twitter.com/9q8L7fSOgB — Mohamed Salah (@MoSalah) May 12, 2019
Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira