Enski boltinn

Pep Guardiola fór fram úr Mourinho í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Skýr skilaboð frá stuðningsmönnum Manchester City.
Skýr skilaboð frá stuðningsmönnum Manchester City. Getty/Laurence Griffiths
Pep Guardiola gerði ekki aðeins Manchester City að Englandsmeisturum í gær því hann tók einnig fram úr Jose Mourinho.

Guardiola var þarna að vinna sinn 26. titil á stjóraferlinum en Mourinho er  „bara“ með 25.

Guardiola hafði jafnað Mourinho fyrr á tímabilinu þegar hann gerði Manchester City liðið að enskum deildabikarmeisturum.

Það hefur tekið Guardiola aðeins tíu tímabil og 581 leiki að landa þessum 26 titlum en Mourinho hefur unnið sína 25 titla á 19 tímabilum og í 909 leikjum.







Guardiola er þarn með kominn upp í þriðja sætið yfir flesta titla knattspyrnustjóra. Hann sigur þar við hlið Skotans Jock Stein. Þeir tveir sem eru fyrir ofan hann eru Alex Ferguson (49) og Valery Lobanovsky (28).





Það er magnað að skoða feril Pep Guardiola því hann hefur unnið níu deildarmeistaratitla á ellefu tímabilinu ef við tökum með titilinn með b-liði Barcelona 2007-08. Það var einmitt sá titill sem færði honum starfið hjá aðalliði Barcelona og síðan hefur hann nánast unnið titil á hverju tímabili.

Það hefur ekki skipt máli hvort Guardiola stýrði liði á Spáni, í Þýskalandi eða í Englandi því alls staðar hefur hann unnið deildina oftar en einu sinni.

Á þessum tíu titlum í efstu deild með Barcelona, Bayern München og Manchester City hefur hann náð í 906 stig af 1104 mögulegum eða 82 prósent stigum í boði sem er magnaður árangur.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×