Liverpool fyrsta nýja liðið í 39 ár í þessum klúbbi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. maí 2019 22:00 Sadio Mane fagnar öðru marka sinna í gær. Getty/Chloe Knott Liverpool liðið tapaði bara einum deildarleik á tímabilinu en tókst ekki að vinna ensku deildina. Fyrir vikið duttu lærisveinar Jürgen Klopp inn í mjög fámennan klúbb. Liverpool er aðeins fjórða liðið í sögu fimm bestu deilda Evrópu sem verður ekki meistari þrátt fyrir að tapa ekki meira en einum leik á tímabilinu. Fimm sterkustu deildir Evrópu eru enska úrvalsdeildin, spænska deildin, ítalska deildin, þýska deildin og franska deildin. Liverpool fékk 97 stig í 38 leikjum eða 2,55 stig að meðaltali í leik. Liðið vann tveimur leikjum færra (30) en meistaralið Manchester City (32) og gerði fimm fleiri jafntefli, fimm á móti tveimur. City komst því upp með að tapa þremur fleiri leikjum eða fjórum á móti einum hjá Liverpool. Liverpool er fyrsta félagið í 39 ár sem kemst í þennan klúbb en síðasta lið á undan Liverpool var spænska liðið Real Sociedad tímabilið 1979 til 1980.Equipos con menos de 2 derrotas que NO fueron campeones (en las 5 grandes ligas): Torino 1976-77 (1 derrota). Perugia 1978-79 (0 derrotas). Real Sociedad 1979-80 (1 derrota). LIVERPOOL 2018-19 (1 derrota). Pues si, Jürgen. No se puede creer. Pero es así. pic.twitter.com/yiBtjcAX0u — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) May 12, 2019Real Sociedad endaði einu stigi á eftir Real Madrid þetta tímabil. Real Madrid tapaði þremur leikjum en Real Sociedad aðeins einum. Vandamálið var að Real Sociedad gerði fjórtán jafntefli í leikjunum 34. Góðu fréttirnar fyrir Liverpool er að Real Sociedad varð spænskur meistari næstu tvö tímabilin eða 1980–81 og 1981–82. Liðið tapaði aftur á móti átta leikjum 1980-81 og sjö leikjum 1981-82. Svona getur fótboltinn oft verið skrýtinn. Fyrstu tveir meðlimirnir voru aftur á móti frá Ítalíu. Tímabilið á undan, 1978-79, fór Perugia taplaust í gegnum ítölsku deildina. Perugia endaði samt þremur stigum á eftir meistaraliði AC Milan. Perugia gerði 19 jafntefli í 30 leikjum og vann bara ellefu leiki eða sex færri leiki en AC Milan. Þetta er besti árangur Perugia frá upphafi. Fyrsta félagið í þessum klúbb var lið Torino á Ítalíu. Torino var stofnmeðlimur klúbbsins tímabilið 1976 til 1977 þegar liðið tapaði aðeins einum leik. Torino varð þá í öðru sæti, einu stigi á eftir nágrönnum sínum í Juventus. Torino gerði 8 jafntefli og vann 21 leik. Juventus liði vann 23 leiki og tapaði bara einum leik meira. Líkt og Liverpool nú var Torino með tvö öfluga menn í framlínunni sem voru meðal markahæstu mennirnir en það vpru þeir Francesco Graziani (Markakóngur með 21 mark) og Paolo Pulici (16 mörk) sem voru í þá daga kallaðir markatvíburarnir. Torino varð ítalskur meistari árið á undan (1975-76) en hefur aldrei unnið síðan. Enski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Kansas frá Kansas til Kansas Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Fleiri fréttir Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Sjá meira
Liverpool liðið tapaði bara einum deildarleik á tímabilinu en tókst ekki að vinna ensku deildina. Fyrir vikið duttu lærisveinar Jürgen Klopp inn í mjög fámennan klúbb. Liverpool er aðeins fjórða liðið í sögu fimm bestu deilda Evrópu sem verður ekki meistari þrátt fyrir að tapa ekki meira en einum leik á tímabilinu. Fimm sterkustu deildir Evrópu eru enska úrvalsdeildin, spænska deildin, ítalska deildin, þýska deildin og franska deildin. Liverpool fékk 97 stig í 38 leikjum eða 2,55 stig að meðaltali í leik. Liðið vann tveimur leikjum færra (30) en meistaralið Manchester City (32) og gerði fimm fleiri jafntefli, fimm á móti tveimur. City komst því upp með að tapa þremur fleiri leikjum eða fjórum á móti einum hjá Liverpool. Liverpool er fyrsta félagið í 39 ár sem kemst í þennan klúbb en síðasta lið á undan Liverpool var spænska liðið Real Sociedad tímabilið 1979 til 1980.Equipos con menos de 2 derrotas que NO fueron campeones (en las 5 grandes ligas): Torino 1976-77 (1 derrota). Perugia 1978-79 (0 derrotas). Real Sociedad 1979-80 (1 derrota). LIVERPOOL 2018-19 (1 derrota). Pues si, Jürgen. No se puede creer. Pero es así. pic.twitter.com/yiBtjcAX0u — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) May 12, 2019Real Sociedad endaði einu stigi á eftir Real Madrid þetta tímabil. Real Madrid tapaði þremur leikjum en Real Sociedad aðeins einum. Vandamálið var að Real Sociedad gerði fjórtán jafntefli í leikjunum 34. Góðu fréttirnar fyrir Liverpool er að Real Sociedad varð spænskur meistari næstu tvö tímabilin eða 1980–81 og 1981–82. Liðið tapaði aftur á móti átta leikjum 1980-81 og sjö leikjum 1981-82. Svona getur fótboltinn oft verið skrýtinn. Fyrstu tveir meðlimirnir voru aftur á móti frá Ítalíu. Tímabilið á undan, 1978-79, fór Perugia taplaust í gegnum ítölsku deildina. Perugia endaði samt þremur stigum á eftir meistaraliði AC Milan. Perugia gerði 19 jafntefli í 30 leikjum og vann bara ellefu leiki eða sex færri leiki en AC Milan. Þetta er besti árangur Perugia frá upphafi. Fyrsta félagið í þessum klúbb var lið Torino á Ítalíu. Torino var stofnmeðlimur klúbbsins tímabilið 1976 til 1977 þegar liðið tapaði aðeins einum leik. Torino varð þá í öðru sæti, einu stigi á eftir nágrönnum sínum í Juventus. Torino gerði 8 jafntefli og vann 21 leik. Juventus liði vann 23 leiki og tapaði bara einum leik meira. Líkt og Liverpool nú var Torino með tvö öfluga menn í framlínunni sem voru meðal markahæstu mennirnir en það vpru þeir Francesco Graziani (Markakóngur með 21 mark) og Paolo Pulici (16 mörk) sem voru í þá daga kallaðir markatvíburarnir. Torino varð ítalskur meistari árið á undan (1975-76) en hefur aldrei unnið síðan.
Enski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Kansas frá Kansas til Kansas Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Fleiri fréttir Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Sjá meira