Liverpool fyrsta nýja liðið í 39 ár í þessum klúbbi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. maí 2019 22:00 Sadio Mane fagnar öðru marka sinna í gær. Getty/Chloe Knott Liverpool liðið tapaði bara einum deildarleik á tímabilinu en tókst ekki að vinna ensku deildina. Fyrir vikið duttu lærisveinar Jürgen Klopp inn í mjög fámennan klúbb. Liverpool er aðeins fjórða liðið í sögu fimm bestu deilda Evrópu sem verður ekki meistari þrátt fyrir að tapa ekki meira en einum leik á tímabilinu. Fimm sterkustu deildir Evrópu eru enska úrvalsdeildin, spænska deildin, ítalska deildin, þýska deildin og franska deildin. Liverpool fékk 97 stig í 38 leikjum eða 2,55 stig að meðaltali í leik. Liðið vann tveimur leikjum færra (30) en meistaralið Manchester City (32) og gerði fimm fleiri jafntefli, fimm á móti tveimur. City komst því upp með að tapa þremur fleiri leikjum eða fjórum á móti einum hjá Liverpool. Liverpool er fyrsta félagið í 39 ár sem kemst í þennan klúbb en síðasta lið á undan Liverpool var spænska liðið Real Sociedad tímabilið 1979 til 1980.Equipos con menos de 2 derrotas que NO fueron campeones (en las 5 grandes ligas): Torino 1976-77 (1 derrota). Perugia 1978-79 (0 derrotas). Real Sociedad 1979-80 (1 derrota). LIVERPOOL 2018-19 (1 derrota). Pues si, Jürgen. No se puede creer. Pero es así. pic.twitter.com/yiBtjcAX0u — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) May 12, 2019Real Sociedad endaði einu stigi á eftir Real Madrid þetta tímabil. Real Madrid tapaði þremur leikjum en Real Sociedad aðeins einum. Vandamálið var að Real Sociedad gerði fjórtán jafntefli í leikjunum 34. Góðu fréttirnar fyrir Liverpool er að Real Sociedad varð spænskur meistari næstu tvö tímabilin eða 1980–81 og 1981–82. Liðið tapaði aftur á móti átta leikjum 1980-81 og sjö leikjum 1981-82. Svona getur fótboltinn oft verið skrýtinn. Fyrstu tveir meðlimirnir voru aftur á móti frá Ítalíu. Tímabilið á undan, 1978-79, fór Perugia taplaust í gegnum ítölsku deildina. Perugia endaði samt þremur stigum á eftir meistaraliði AC Milan. Perugia gerði 19 jafntefli í 30 leikjum og vann bara ellefu leiki eða sex færri leiki en AC Milan. Þetta er besti árangur Perugia frá upphafi. Fyrsta félagið í þessum klúbb var lið Torino á Ítalíu. Torino var stofnmeðlimur klúbbsins tímabilið 1976 til 1977 þegar liðið tapaði aðeins einum leik. Torino varð þá í öðru sæti, einu stigi á eftir nágrönnum sínum í Juventus. Torino gerði 8 jafntefli og vann 21 leik. Juventus liði vann 23 leiki og tapaði bara einum leik meira. Líkt og Liverpool nú var Torino með tvö öfluga menn í framlínunni sem voru meðal markahæstu mennirnir en það vpru þeir Francesco Graziani (Markakóngur með 21 mark) og Paolo Pulici (16 mörk) sem voru í þá daga kallaðir markatvíburarnir. Torino varð ítalskur meistari árið á undan (1975-76) en hefur aldrei unnið síðan. Enski boltinn Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Sjá meira
Liverpool liðið tapaði bara einum deildarleik á tímabilinu en tókst ekki að vinna ensku deildina. Fyrir vikið duttu lærisveinar Jürgen Klopp inn í mjög fámennan klúbb. Liverpool er aðeins fjórða liðið í sögu fimm bestu deilda Evrópu sem verður ekki meistari þrátt fyrir að tapa ekki meira en einum leik á tímabilinu. Fimm sterkustu deildir Evrópu eru enska úrvalsdeildin, spænska deildin, ítalska deildin, þýska deildin og franska deildin. Liverpool fékk 97 stig í 38 leikjum eða 2,55 stig að meðaltali í leik. Liðið vann tveimur leikjum færra (30) en meistaralið Manchester City (32) og gerði fimm fleiri jafntefli, fimm á móti tveimur. City komst því upp með að tapa þremur fleiri leikjum eða fjórum á móti einum hjá Liverpool. Liverpool er fyrsta félagið í 39 ár sem kemst í þennan klúbb en síðasta lið á undan Liverpool var spænska liðið Real Sociedad tímabilið 1979 til 1980.Equipos con menos de 2 derrotas que NO fueron campeones (en las 5 grandes ligas): Torino 1976-77 (1 derrota). Perugia 1978-79 (0 derrotas). Real Sociedad 1979-80 (1 derrota). LIVERPOOL 2018-19 (1 derrota). Pues si, Jürgen. No se puede creer. Pero es así. pic.twitter.com/yiBtjcAX0u — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) May 12, 2019Real Sociedad endaði einu stigi á eftir Real Madrid þetta tímabil. Real Madrid tapaði þremur leikjum en Real Sociedad aðeins einum. Vandamálið var að Real Sociedad gerði fjórtán jafntefli í leikjunum 34. Góðu fréttirnar fyrir Liverpool er að Real Sociedad varð spænskur meistari næstu tvö tímabilin eða 1980–81 og 1981–82. Liðið tapaði aftur á móti átta leikjum 1980-81 og sjö leikjum 1981-82. Svona getur fótboltinn oft verið skrýtinn. Fyrstu tveir meðlimirnir voru aftur á móti frá Ítalíu. Tímabilið á undan, 1978-79, fór Perugia taplaust í gegnum ítölsku deildina. Perugia endaði samt þremur stigum á eftir meistaraliði AC Milan. Perugia gerði 19 jafntefli í 30 leikjum og vann bara ellefu leiki eða sex færri leiki en AC Milan. Þetta er besti árangur Perugia frá upphafi. Fyrsta félagið í þessum klúbb var lið Torino á Ítalíu. Torino var stofnmeðlimur klúbbsins tímabilið 1976 til 1977 þegar liðið tapaði aðeins einum leik. Torino varð þá í öðru sæti, einu stigi á eftir nágrönnum sínum í Juventus. Torino gerði 8 jafntefli og vann 21 leik. Juventus liði vann 23 leiki og tapaði bara einum leik meira. Líkt og Liverpool nú var Torino með tvö öfluga menn í framlínunni sem voru meðal markahæstu mennirnir en það vpru þeir Francesco Graziani (Markakóngur með 21 mark) og Paolo Pulici (16 mörk) sem voru í þá daga kallaðir markatvíburarnir. Torino varð ítalskur meistari árið á undan (1975-76) en hefur aldrei unnið síðan.
Enski boltinn Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Sjá meira