Enski boltinn

Sorgleg staðreynd fyrir stuðningsmenn Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jürgen Klopp og Mohamed Salah ræða málin í "leyni“ eftir leikinn um helgina.
Jürgen Klopp og Mohamed Salah ræða málin í "leyni“ eftir leikinn um helgina. Getty/Simon Stacpoole
Eins og margoft hefur komið fram þá missti Liverpool af enska meistaratitlinum í gær og varð að sætta sig við annað sætið í þriðja skiptið á síðasta áratug.

Manchester City vann fjórtán síðustu deildarleiki sína og þrátt fyrir að Liverpool kláraði alla sína leiki undir lokin þá var það ekki nóg.

Liverpool liðið varð einnig í öðru sæti árið 2009 og 2014. Það sem þessi þrjú tímabil eiga sameiginlegt er að öll þrjú tímabilin sat Liverpool í toppsætinu um jólin.

Frá árinu 2009 hafa öll lið í efsta sæti um jólin klárað enska meistaratitilinn vorið eftir nema ef nafn þess er Liverpool.

Hér fyrir neðan má sjá þessa sorglegu staðreynd fyrir stuðningsmenn Liverpool.



Tímabilið 2008-09 missti Liverpool efsta sætið til Manchester United en undanfarin tvö skipti hefur Manchester City haft betur í baráttunni eftir áramótin. Liverpool var með eins stigs forskot á Chelsea og verðandi meistara í Manchester United um áramótin.

Tímabilið 2013-14 var Liverpool ofar en Arsenal á markatölu um jólin. Verðandi meistarar í Manchester City voru stigi á eftir.

Í vetur var Liverpool liðið með fjögurra stiga forskot á Manchester City um jólin og hafði þá ekki tapað leik. Liverpool var með 48 stig eftir 18 leiki en City „bara“ 44 stig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×