Innlent

Níu vilja verða skólameistarar í Kópavogi

Birgir Olgeirsson skrifar
Fjórar konur sóttu um og fimm karlar.
Fjórar konur sóttu um og fimm karlar. Vísir
Níu hafa sótt um embætti skólameistara Menntaskólans í Kópavogi en umsóknarfrestur rann út föstudaginn 30. apríl síðastliðinn.

Fjórar konur sóttu um og fimm karlar en umsækjendur eru:

  • Ágústa Elín Ingþórsdóttir skólameistari,
  • Ásgeir Þór Tómasson fagstjóri,
  • Einar Hreinsson forstöðumaður,
  • Erla Björk Þorgeirsdóttir verkefnisstjóri,
  • Guðríður Eldey Arnardóttir framhaldsskólakennari,
  • Guðrún Erla Sigurðardóttir framhaldsskólakennari ,
  • Helgi Kristjánsson aðstoðarskólameistari ,
  • Lúðvík Marinó Karlsson
  • Ólafur Haukur Johnson framkvæmdastjóri.
Miðað er við að mennta- og menningarmálaráðherra skipi í embættið til fimm ára frá og með 1. ágúst 2019, sbr. 6. gr. laga um framhaldsskóla, nr. 90/2008 og laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×