Kostaði City 9,6 milljarða en fékk aðeins að byrja fjórtán leiki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. maí 2019 09:30 Riyad Mahrez með snjallsímann sinn á lofti í fagnaðarlátum Manchester City. Getty/Matthew Ashton Riyad Mahrez segist vera mjög ánægður hjá Englandsmeisturum Manchester City þrátt fyrir að fá ekki allt of mörg tækifæri hjá Pep Guardiola. Hinn 28 ára gamli Riyad Mahrez skoraði þriðja mark Manchester City á móti Brighton um helgina en það nánast gerði út um leikinn. Með sigrinum varð Manchester City fyrstu Englandsmeistararnir í áratug til að verja titilinn. Liðið fékk 198 stig á síðustu tveimur tímabilum sem er eitt af mörgum metum sem liðið hefur sett undir stjórn Guardiola. Eitt af metunum gætu snúið að Riyad Mahrez sem Manchester City keypti á 60 milljónir punda frá Leicester City síðasta sumar. Það gera 9,6 milljarða í íslenskum krónum. Þrátt fyrir að hafa borgað allan þennan pening fyrir Alsíringinn þá hefur hann aðeins byrjað fjórtán deildarleiki á þessu tímabili. „Ég þarf að sýna styrk því það er hluti af persónuleika mínum,“ sagði Riyad Mahrez við BBC.Riyad Mahrez says he's "very happy" at Manchester City despite limited playing time. "It's not that because I don't play I'm going to go somewhere else." In full https://t.co/pZ1hFvuI6R#mcfc#bbcfootballpic.twitter.com/uS8eE7bFGQ — BBC Sport (@BBCSport) May 14, 2019„Ég er mjög ánægður hér. Ég mun ekki fara héðan af því að ég fæ ekki að spila nógu mikið. Það er bara hluti af leiknum,“ sagði Mahrez. „Ég mun ekki flýja mín lið. Það væri kannski það auðveldasta í stöðunni en ég hef mikla trú á mínum gæðum og það kemur annað tímabil á næsta tímabili,“ sagði Mahrez. Riyad Mahrez var kosinn leikmaður ársins þegar hann hjálpaði Leicester City að vinna enska meistaratitilinn vorið 2016. Hann skoraði 12 mörk á sínu fyrsta tímabili í öllum keppnum en hafði skorað 48 mörk í 179 leikjum með Leicester. Riyad Mahrez ætlar að berjast fyrir sæti í liðinu og hefur sett stefnuna á fleiri byrjunarliðsleiki á næstu leiktíð. „Ég hef aldrei efast um mína getu. Það er ekki auðvelt að koma inn í lið sem vann allt á leiktíðinni á undan. Ég vissi bara að ég ætlaði að nýta færin mín þegar þau myndu bjóðast. Ég skoraði mörk og hjálpaði liðinu. Við spiluðum mjög vel og áttum skilið að vinna ensku deildina,“ sagði Mahrez. „Ég þekki ensku úrvalsdeildina mjög vel og hef þegar gert mikið í þessari deild,“ sagði Mahrez. Enski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira
Riyad Mahrez segist vera mjög ánægður hjá Englandsmeisturum Manchester City þrátt fyrir að fá ekki allt of mörg tækifæri hjá Pep Guardiola. Hinn 28 ára gamli Riyad Mahrez skoraði þriðja mark Manchester City á móti Brighton um helgina en það nánast gerði út um leikinn. Með sigrinum varð Manchester City fyrstu Englandsmeistararnir í áratug til að verja titilinn. Liðið fékk 198 stig á síðustu tveimur tímabilum sem er eitt af mörgum metum sem liðið hefur sett undir stjórn Guardiola. Eitt af metunum gætu snúið að Riyad Mahrez sem Manchester City keypti á 60 milljónir punda frá Leicester City síðasta sumar. Það gera 9,6 milljarða í íslenskum krónum. Þrátt fyrir að hafa borgað allan þennan pening fyrir Alsíringinn þá hefur hann aðeins byrjað fjórtán deildarleiki á þessu tímabili. „Ég þarf að sýna styrk því það er hluti af persónuleika mínum,“ sagði Riyad Mahrez við BBC.Riyad Mahrez says he's "very happy" at Manchester City despite limited playing time. "It's not that because I don't play I'm going to go somewhere else." In full https://t.co/pZ1hFvuI6R#mcfc#bbcfootballpic.twitter.com/uS8eE7bFGQ — BBC Sport (@BBCSport) May 14, 2019„Ég er mjög ánægður hér. Ég mun ekki fara héðan af því að ég fæ ekki að spila nógu mikið. Það er bara hluti af leiknum,“ sagði Mahrez. „Ég mun ekki flýja mín lið. Það væri kannski það auðveldasta í stöðunni en ég hef mikla trú á mínum gæðum og það kemur annað tímabil á næsta tímabili,“ sagði Mahrez. Riyad Mahrez var kosinn leikmaður ársins þegar hann hjálpaði Leicester City að vinna enska meistaratitilinn vorið 2016. Hann skoraði 12 mörk á sínu fyrsta tímabili í öllum keppnum en hafði skorað 48 mörk í 179 leikjum með Leicester. Riyad Mahrez ætlar að berjast fyrir sæti í liðinu og hefur sett stefnuna á fleiri byrjunarliðsleiki á næstu leiktíð. „Ég hef aldrei efast um mína getu. Það er ekki auðvelt að koma inn í lið sem vann allt á leiktíðinni á undan. Ég vissi bara að ég ætlaði að nýta færin mín þegar þau myndu bjóðast. Ég skoraði mörk og hjálpaði liðinu. Við spiluðum mjög vel og áttum skilið að vinna ensku deildina,“ sagði Mahrez. „Ég þekki ensku úrvalsdeildina mjög vel og hef þegar gert mikið í þessari deild,“ sagði Mahrez.
Enski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira