Enski boltinn

Búinn að vera knattspyrnustjóri í næstum því 66 ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Larry Barilli.
Larry Barilli. Skjámynd/BBC
Larry Barilli er enn í fullu fjöri í fótboltanum þrátt fyrir að nálgast 84 ára afmælisdaginn sinn. Hann höf störf á sama ári og Elísabet drottning var krýnd og situr enn í stjórastól í dag.

Hinn 82 ára gamli Larry Barilli stýrir í dag liði Chaplins sem er í Greenock og District Welfare deildinni í Sunnudagsfótboltanum í Skotlandi.

Þegar Larry Barilli fékk sitt fyrsta starf þá var árið 1953 og hann aðeins átján ára gamall. Hann hefur alla tíð þjálfað lið á Greenock svæðinu og hefur alls stýrt sjö liðum á þessum næstum því 66 árum.

Breska ríkisútvarpið í Skotlandi fjallaði um Larry Barilli og þennan ótrúlega 66 ára feril hans í fótboltanum. Þar má sjá ástríðu hans og fótboltaáhuga en hann var myndaður í klefanum og á hliðarlínunni á leik hjá Chaplins liðinu.





„Ég hef tileinkað fótboltanum líf mitt. Ég elska fótbolta,“ sagði Larry Barilli við fréttamann BBC í Skotlandi.

Það má sjá hann fagna hverju marki á hliðarlínunni og jafnframt kalla á eftir mönnum. Hér er á ferðinni maður sem gefur mikið að sér í þjálfuninni.

Larry Barilli hafði líka nóg að fagna í leiknum sem skoska BBC mætti á staðinn því liðið hans vann glæsilegan 8-2 sigur. Ekki slæmt að heiðra stjóra sinn með slíkri frammistöðu á sjónvarpsdegi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×