Innlent

Spá svifryksmengun í höfuðborginni næsta sólahringinn

Kjartan Kjartansson skrifar
Verndarmörk fyrir svifryk eru 50 míkrógrömm á rúmmetra. Klukkan 11 mældust 53 míkrógrömm.
Verndarmörk fyrir svifryk eru 50 míkrógrömm á rúmmetra. Klukkan 11 mældust 53 míkrógrömm. Vísir/Vilhelm

Sandfok frá söndum á Suðurlandi valda nú svifryksmengun á höfuðborgarsvæðinu sem búist er við að vari næsta sólahringinn. Styrkur svifryks hefur farið hækkandi frá því um miðjan dag í dag.

Í tilkynningu frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar kemur fram að styrkur PM10-svifryks hafi mælst 179 míkrógrömm á rúmmetra við Grensásveg klukkan 16:00 í dag. Við gatnamót Njörvasunds og Sæbrautar hafi styrkurinn mælst 209 míkrógrömm á rúmmetra og 186 í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Sólahringsheilsuverndarmörk fyrir svifryk eru 50 míkrógrömm á rúmmetra.

Samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar er gert ráð fyrir svipuðu veðri næsta sólahringinn og því sé mögulegt að styrkur svifryks verði hár áfram. Hægt er að fylgjast með styrk svifryks og annarra mengandi efna á vefsíðunni loftgæði.is.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.