Enski boltinn

Leikmenn Man. City sungu níðsöngva um Liverpool | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
City-menn virðast hafa misst sig í gleðinni á sunnudag.
City-menn virðast hafa misst sig í gleðinni á sunnudag. vísir/getty
Meistarar Manchester City eru harðlega gagnrýndir í dag eftir að myndband lak út þar sem leikmenn og starfsmenn félagsins syngja lag þar sem því er fagnað að stuðningsmenn Liverpool séu lamdir út á götu.

Talið er að myndbandið hafi verið tekið um borð í flugvél liðsins á leið frá Brighton eftir að liðið tryggði sér Englandsmeistaratitilinn.

Það er ekki hægt að sjá og heyra hverjir nákvæmlega taka undir sönginn sem City segir hafa verið reglulegan söng hjá stuðningsmönnum félagsins í vetur.





Þar er meðal annars sungið um tap Liverpool í Meistaradeildinni síðasta vetur og um stuðningsmenn félagsins sem séu lamdir á götunni og gráti í stúkunni. Einnig er lína í laginu um að Mohamed Salah meiðist sem er vísun í meiðsli hans í úrslitaleiknum í fyrra. Hjá City er reyndar búið að skipta nafni Sergio Ramos hjá Real Madrid út fyrir Vincent Kompany, fyrirliða City.

Þessi hegðun þykir ákaflega ósmekkleg og hefur farið allt annað en vel ofan í stuðningsmenn Liverpool sem eru enn í sárum eftir að hafa horft á City lyfta bikarnum síðasta sunnudag.

Forráðamenn City taka sérstaklega fram að söngvarnir tengist á engan hátt Hillsborough eða Sean Cox, stuðningsmanni Liverpool, sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×