Erlent

Fyrrverandi umboðsmaður Stan Lee ákærður fyrir misnotkun

Stann Lee lést í fyrra, 95 ára að aldri.
Stann Lee lést í fyrra, 95 ára að aldri. Vísir/Getty
Fyrrverandi umboðsmaður myndasagnahöfundarins Stan Lee, sem lést í nóvember, hefur verið ákærður fyrir misnotkun eldri borgara og snýr málið að Lee sjálfum. Keya Morgan hefur meðal annars verið ákærður fyrir að halda Lee föngum, svik og þjófnað og tengjast ákærurnar atviki sem kom upp árið 2018.

Morgan hefur verið sakaður um að einangra Lee, sem var 95 ára gamall, frá fjölskyldu sinni og vinum og reynt að taka yfir rekstur hans og fjármál í febrúar 2018. Hann er sakaður um að hafa stolið um fimm milljónum dala af Lee en lögmaður hans neitar ásökununum.



Sjá einnig: Sagður hafa misnotað sér hrumleika Stan Lee



Ákærurnar voru lagðar fram í Los Angeles á föstudaginn og er búið að gefa út handtökuskipun gagnvart umboðsmanninum fyrrverandi.



Eins og áður segir er Morgan sagður hafa einangrað Lee í febrúar 2018. Í maí í fyrra komu tveir lögregluþjónar og starfsmaður velferðarsviðs LA til heimilis Lee til að kanna ástand hans. Morgan hringdi í Neyðarlínuna, sakaði þau um að vera í óleyfi á landareign Lee og reyndi að láta handtaka þau. Hann var hins vegar sjálfur handtekinn og mánuði seinna sóttust Lee og dóttur hans eftir, og fengu, nálgunarbann gagnvart Morgan.

Í viðtalið við Guardian í fyrra sögðu lögmenn Lee að frá því að eiginkona hans dó árið 2017 hefðu nokkrir menn reynt að „festa sig“ við Lee og taka yfir fjármál hans.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×