Innlent

Játa aðild að í­kveikju sem leiddi til elds­voða í Selja­skóla

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Tjónið á Seljaskóla er mikið eftir brunann um helgina.
Tjónið á Seljaskóla er mikið eftir brunann um helgina. Vísir/Jóhann K.

Rannsókn lögreglu á bruna í Seljaskóla aðfaranótt sunnudagsins 12. maí síðastliðins er langt komin. Þrír piltar hafa játað aðild að íkveikju sem leiddi til eldsvoða í þaki skólans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Piltarnir eru allir undir 18 ára aldri og einn þeirra er yngri en 15 ára sem er sakhæfisaldur. Málið hefur verið unnið í samráð við félagsmálayfirvöld og heldur rannsókn þess áfram.

Segir lögregla ekki unnt að veita frekari upplýsingar á þessu stigi málsins.

Gríðarlegt tjón varð á skólanum eftir brunann og hefur kennsla þurft að fara fram annars staðar í þessari viku vegna skemmda á húsnæðinu.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.