Innlent

Játa aðild að í­kveikju sem leiddi til elds­voða í Selja­skóla

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Tjónið á Seljaskóla er mikið eftir brunann um helgina.
Tjónið á Seljaskóla er mikið eftir brunann um helgina. Vísir/Jóhann K.
Rannsókn lögreglu á bruna í Seljaskóla aðfaranótt sunnudagsins 12. maí síðastliðins er langt komin. Þrír piltar hafa játað aðild að íkveikju sem leiddi til eldsvoða í þaki skólans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Piltarnir eru allir undir 18 ára aldri og einn þeirra er yngri en 15 ára sem er sakhæfisaldur. Málið hefur verið unnið í samráð við félagsmálayfirvöld og heldur rannsókn þess áfram.

Segir lögregla ekki unnt að veita frekari upplýsingar á þessu stigi málsins.

Gríðarlegt tjón varð á skólanum eftir brunann og hefur kennsla þurft að fara fram annars staðar í þessari viku vegna skemmda á húsnæðinu.


Tengdar fréttir

Skólastarf hefst á ný eftir eldsvoða

Skóla­starf mun hefjast að nýju í Selja­skóla í Breið­holti í dag en starfs­menn skólans nýttu daginn í gær í hreinsun á skólanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×