Innlent

Skólastarf hefst á ný eftir eldsvoða

Oddur Ævar Gunnarrson skrifar
Svona var ástandið á Seljaskóla í gær.
Svona var ástandið á Seljaskóla í gær. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Skóla­starf mun hefjast að nýju í Selja­skóla í Breið­holti í dag en starfs­menn skólans nýttu daginn í gær í hreinsun á skólanum eftir um­fangs­mikinn bruna sem varð í skólanum um helgina, en þetta stað­festir Magnús Þór Jóns­son, skóla­stjóri í sam­tali við mbl.is.

Eins og Frétta­blaðið hefur greint frá er tjónið á byggingunni þar sem eldurinn kom upp gífur­legt, bæði vegna elds- og vatns­skemmda, en 140-150 nem­endur stunda nám í sex skólastofum álmunnar þar sem eldurinn kom upp.

Sel­ja­kirkja og fé­lags­mið­stöðin Hólma­sel hafa boðið skóla­stjórn að hýsa hluta af kennslu næstu vikurnar á meðan unnið er að við­gerðum á álmunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.