Fótbolti

Íslendingur dæmdi undanúrslitaleik EM U17

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Gylfi Már
Gylfi Már mynd/ksí/hafliði breiðfjörð
Gylfi Már Sigurðsson var aðstoðardómari á undanúrslitaleik EM U17 ára landsliða í gær.

Gylfi Már er einn 12 aðstoðardómara sem starfa á mótinu, en það fer fram á Írlandi þessa dagana. Hann var valinn úr hópi þessara 12 til þess að dæma undanúrslitaleikinn.

Mykola Balakin frá Úkraínu var aðaldómari leiksins og hinn aðstoðardómarinn kom frá Færeyjum, Jan Hermansen að nafni.

Ítalir unnu leikinn 2-1 eftir að hafa lent 1-0 undir í fyrri hálfleik. Þeir mæta Hollendingum í úrslitaleiknum á sunnudag.

Þetta var sjötti leikur Gylfa á mótinu.

Íslenska U17 ára landsliðið var meðal þátttökuþjóða í mótinu en komst ekki upp úr riðlinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×