Rúnar: Við vorum lélegir í dag, mjög lélegir Smári Jökull Jónsson á Mustad-vellinum skrifar 16. maí 2019 21:40 Rúnar Kristinsson vísir/bára Rúnar Kristinsson þjálfari KR var afar ósáttur við leik sinna manna gegn Grindavík í kvöld þar sem Vesturbæingar urðu að sætta sig við ósigur. „Við vorum lélegir í öllum þessum leik. Fyrri hálfleikur var mjög slakur og þó það hafi ekki verið mikill vindur á vellinum þá hefur hann þau áhrif að Grindavík hafði yfirhöndina í fyrri og við í seinni,“ sagði Rúnar í viðtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. Grindavík var töluvert sterkari aðilinn í fyrri hálfleik í dag. Björgvin Stefánsson skaut reyndar í þverslána snemma leiks en eftir það voru Grindvíkingar sterkari aðilinn, mikið grimmari gegn hægum og fyrirsjáanlegum KR-ingum. „Við nýtum ekki færin okkar í byrjun, eigum sláarskot og eitt eða tvö færi í viðbót áður en þeir komast yfir. Það var bara of mikið að lenda 2-0 undir í hálfleik, það var dálítið mikil brekka fyrir okkur og þó svo að það hafi verið mikið eftir þegar við skorum þá náðum við ekki að nýta það.“ KR-ingar minnkuðu muninn á 61.mínútu en þrátt fyrir nokkuð þunga sókn náður þeir ekki að brjóta niður vörn Grindvíkinga. „Við dældum mikið af boltum inn á teiginn frekar snemma fannst mér. Við áttum að reyna að spila boltanum svolítið lengur í staðinn fyrir að þruma honum inn í von og óvon.“ „Ég vildi reyna að skipta boltaum allavega einu sinni á milli kanta áður en við færum að senda boltann inn á teig. Það voru vissulega opnanir fyrir okkur að spila boltanum inn á miðsvæðis og færa svo yfir á gagnstæðan kant og skapa þar og koma okkur í betri möguleika á að spila okkur í gegn. Mér fannst við aftarlega þegar við settum boltann inn á teig.“ Tapið er það fyrsta hjá KR í sumar og þeir eru nú fimm stigum frá toppliðum ÍA og Breiðabliks. „Við erum ekkert að örvænta núna, þetta er bara rétt að byrja. Við þurfum bara að rífa okkur upp, þetta var lélegt í dag, mjög lélegt og við getum ekkert verið að afsaka okkur yfir einu eða neinu. Við verðum bara að halda áfram. Það er næsti leikur sem telur og við þurfum bara að sjá hvernig þetta þróast í næstu leikjum.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Sjá meira
Rúnar Kristinsson þjálfari KR var afar ósáttur við leik sinna manna gegn Grindavík í kvöld þar sem Vesturbæingar urðu að sætta sig við ósigur. „Við vorum lélegir í öllum þessum leik. Fyrri hálfleikur var mjög slakur og þó það hafi ekki verið mikill vindur á vellinum þá hefur hann þau áhrif að Grindavík hafði yfirhöndina í fyrri og við í seinni,“ sagði Rúnar í viðtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. Grindavík var töluvert sterkari aðilinn í fyrri hálfleik í dag. Björgvin Stefánsson skaut reyndar í þverslána snemma leiks en eftir það voru Grindvíkingar sterkari aðilinn, mikið grimmari gegn hægum og fyrirsjáanlegum KR-ingum. „Við nýtum ekki færin okkar í byrjun, eigum sláarskot og eitt eða tvö færi í viðbót áður en þeir komast yfir. Það var bara of mikið að lenda 2-0 undir í hálfleik, það var dálítið mikil brekka fyrir okkur og þó svo að það hafi verið mikið eftir þegar við skorum þá náðum við ekki að nýta það.“ KR-ingar minnkuðu muninn á 61.mínútu en þrátt fyrir nokkuð þunga sókn náður þeir ekki að brjóta niður vörn Grindvíkinga. „Við dældum mikið af boltum inn á teiginn frekar snemma fannst mér. Við áttum að reyna að spila boltanum svolítið lengur í staðinn fyrir að þruma honum inn í von og óvon.“ „Ég vildi reyna að skipta boltaum allavega einu sinni á milli kanta áður en við færum að senda boltann inn á teig. Það voru vissulega opnanir fyrir okkur að spila boltanum inn á miðsvæðis og færa svo yfir á gagnstæðan kant og skapa þar og koma okkur í betri möguleika á að spila okkur í gegn. Mér fannst við aftarlega þegar við settum boltann inn á teig.“ Tapið er það fyrsta hjá KR í sumar og þeir eru nú fimm stigum frá toppliðum ÍA og Breiðabliks. „Við erum ekkert að örvænta núna, þetta er bara rétt að byrja. Við þurfum bara að rífa okkur upp, þetta var lélegt í dag, mjög lélegt og við getum ekkert verið að afsaka okkur yfir einu eða neinu. Við verðum bara að halda áfram. Það er næsti leikur sem telur og við þurfum bara að sjá hvernig þetta þróast í næstu leikjum.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Sjá meira