Enski boltinn

Vildu hitta enskan landsliðsmann til að fullvissa sig um að hann væri ekki snarvitlaus

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Danny Rose.
Danny Rose. Getty/Andrew Surma
Mikil umræða er í gangi þessa dagana í Bretlandi um geðræna sjúkdóma og íþróttafólk þjóðarinnar hefur verið að segja frá sinni reynslu.

Fótboltamennirnir DannyRose og Peter Crouch sögðu meðal frá sinni hlið í heimildarmynd breska ríkisútvarpsins sem heitir „ARoyalTeam Talk: TacklingMentalHealth“ og verður frumsýnd um helgina.

Breska ríkisútvarpið kynnti heimildarmyndina með því að birta brot úr viðtalinu við DannyRose.

DannyRose var hluti af enska landsliðinu sem fór alla leið í undanúrslit á HM í Rússlandi í fyrrasumar. Hann er nú kominn í úrslitaleik Meistaradeildarinnar með Tottenham.

Það vita kannski ekki allir að DannyRose hefur verið að glíma við geðræn vandamál og hann sagði frá þunglyndi sínu í opinskáu viðtali rétt fyrir heimsmeistaramótið. DannyRose fékk mikið hrós fyrir hugrekki sitt og þar á meðal frá Vilhjálmi prins.





Upphaf veikindanna og þunglyndisins má rekja til meiðsla og áfalls í fjölskyldu Rose.

Viðtalið vakti mikla athygli á sínum tíma en það hafði einnig sínar afleiðingar.

DannyRose var mögulega á förum frá Tottenham síðasta sumar og var þá í viðræðum við önnur félög.

„Ég var að ræða við annað félag um sumarið og þeir sögðu við mig: Klúbburinn vill hitta þig til að athuga hvort þú sért nokkuð snarvitlaus (crazy). Þetta sögðu þeir út af því sem ég sagði í viðtalinu og vegna þess sem ég hafði farið í gegnum,“ sagði DannyRose.

„Þetta var eins vandræðalegt fyrir mig og það getur orðið því ég tel að veikindin hafi ekki áhrif á það hvernig ég skila minni vinnu,“ sagði Rose.

„Ég veit að ég gef alltaf hundrað prósent af mér í leikina,“ sagði Rose.





Ekkert varð að því að DannyRose færi til þessa félags en hann er ennþá ósáttur í dag.

Hinn 28 ára gamli Rose er reiður og vandræðalegur yfir því að fólk haldi að hann sé snarvitlaus.

Hann myndi líka segja nei ef þessi möguleiki kæmi upp aftur.

DannyRose hefur spilað 36 leiki með Tottenham á þessu tímabili í öllum keppnum. Hann hefur alls spilað 197 leiki fyrir félagið.

Rose á einnig að baki 26 landsleiki fyrir England og þann síðasta á árinu 2019.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×