Enski boltinn

Stóru liðin á Ítalíu hafa áhuga á Sanchez

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Alexis Sanchez í sínum síðasta leik fyrir United.
Alexis Sanchez í sínum síðasta leik fyrir United. vísir/getty
Það lítur út fyrir að Man. Utd geti losað sig við Alexis Sanchez í sumar en enginn áhugi er á að halda honum þar eftir hörmulega frammistöðu í búningi félagsins.

Umboðsmaður Sanchez hefur síðustu daga hitt bæði forráðamenn Juventus og Inter en þau eru á meðal þeirra félaga sem hafa enn trú á leikmanninum.

Frammistaða Sanchez í búningi United er ein sú lélegasta í manna minnum og leikmaðurinn dró ekki fjöður yfir það hversu lélegur hann var með því að biðjast afsökunar á frammistöðunni eftir tímabilið.

Hann kom til félagsins frá Arsenal og er afar dýr á fóðrum þannig að forráðamenn United verða eflaust fegnir er hann flýgur á braut.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×