Erlent

Breytingar á skotvopnalögum hittu beint í mark hjá svissneskum kjósendum

Andri Eysteinsson skrifar
Frá svissnesku ölpunum þar sem byssueign er algeng.
Frá svissnesku ölpunum þar sem byssueign er algeng. Getty/Tim Graham

Gengið var til þjóðaratkvæðagreiðslu um herta skotvopnalöggjöf í landinu. Með lagabreytingunni myndi löggjöfin samræmast gildandi lögum í nágrannalöndum Sviss.

Samkvæmt SwissInfo hefur tillagan nú verið samþykkt með 63.7% atkvæða. Meirihluti var fyrir samþykki í 25 af 26 kantónum Sviss. Mestur stuðningur fékkst í kantónunum Vaud, Neuchatel og Zurich en eina kantónan sem var andsnúin lagabreytingunni var Ticino en 54% kjósenda vildu óbreytt ástand.

Ríkisstjórn Sviss og þing landsins studdu tillöguna og sögðu mikilvægt að samræma löggjöfina til þess að styrkja samband Sviss og ESB ríkja á borð við Frakkland. Andstæðingar lagabreytinganna segja að löggjöfin muni hafa lítil sem áhrif á hryðjuverkastarfsemi og muni þess heldur hafa íþyngjandi áhrif á löghlýðna skotvopnaeigendur í landinuAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.