Enski boltinn

Southgate óttast fækkun enskra byrjunarliðsmanna í úrvalsdeildinni

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Raheem Sterling er einn af fáum enskum landsliðsmönnum í byrjunarliðum efstu sex liðanna í ensku deildinni
Raheem Sterling er einn af fáum enskum landsliðsmönnum í byrjunarliðum efstu sex liðanna í ensku deildinni vísir/getty
Gareth Southgate kallaði eftir því að lögð verði áhersla á að fleiri enskir landsliðsmenn fái að byrja leiki í ensku úrvalsdeildinni.

Á tímabilinu sem var að ljúka var aðeins 30 prósent byrjunarliðsmanna í leikjum vetrarins leikmenn sem geta spilað fyrir Englands hönd. Þetta kemur fram í frétt BBC.

Þetta er lægsta hlutfall enskra byrjunarliðsmanna í sögunni en tímabilið á síðasta ári var þessi tala 33,2 prósent.

Aðeins 19,9 prósent byrjunarliðsmanna efstu sex liðanna voru enskir.

„Þetta er klárlega á niðurleið og það fyrsta sem við verðum að gera er að ráðast á þessa lækkun. Við verðum að koma í veg fyrir að það haldi áfram niður á við,“ sagði enski landsliðsþjálfarinn Southgate.

„Það er ekki rétt að við séum ekki að ala upp góða leikmenn. Stóra áhyggjuefnið er að þessi tölfræði fari lækkandi og ég óttast að eftir tíu ár standi enski landsliðsþjálfarinn uppi með 15 prósent leikmanna deildarinnar.“

Hlutfall enskra byrjunarliðsmanna í ensku úrvalsdeildinnigrafík/bbc
„Þessi tala hefur farið niður um 15 prósent síðan fyrir sjö, átta árum svo það er góður möguleiki að þetta endi svona. Þetta er stórhættulegt fyrir okkur.“

Þar sem útganga Breta úr Evrópusambandinu er yfirvofandi þá er ljóst að eitthvað mun breytast varðandi erlenda leikmenn, reglur varðandi evrópska leikmenn munu breytast.

„Brexit er tækifæri fyrir okkur því það er ljóst að það verður einhver breyting við það.“

„Okkar starf sem knattspyrnusamband er að vernda hagsmuni bæði deildarinnar og félagsliðaboltans en á sama tíma gefa landsliðunum þann stuðning sem þau þurfa.“

„En við þurfum að taka fullorðinssamtal um þessi mál.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×