Erlent

Einn eft­ir­lif­end­a Col­umb­in­e-fjöld­a­morð­ann­a lát­inn

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Hér sést Eubanks á minningarathöfn um fórnarlömbin í Columbine. Myndin er tekin 25. apríl 1999, fimm dögum eftir árásina.
Hér sést Eubanks á minningarathöfn um fórnarlömbin í Columbine. Myndin er tekin 25. apríl 1999, fimm dögum eftir árásina. Bebeto Matthews/Getty

Austin Eubanks, einn eftirlifenda Columbine-fjöldamorðanna í Bandaríkjunum er látinn, 37 ára að aldri. Hann fannst látinn að heimili sínu í Colorado í gær.

Eubanks var einn þeirra sem lifði af þegar tveir unglingsdrengir, þeir Dylan Klebold og Eric Harris, réðust inn í Columbine-framhaldsskólann í Colorado og skutu þar tólf nemendur og einn kennara til bana. Báðir voru drengirnir nemendur við skólann. Árásin átti sér stað í apríl 1999.

Eubanks var bæði skotinn í aðra höndina og annað hnéð. Eftir árásina ánetjaðist hann sterkum verkjalyfjum, en sú fíkn leiddi hann út í önnur og sterkari fíkniefni. Seinna á lífsleiðinni vann Eubanks sigur á fíkninni og helgaði líf sitt því að aðstoða aðra í baráttunni við fíknivanda.

Lögregluyfirvöld í Routt-sýslu, hvar Eubanks bjó, segjast ekki telja að andlát hans hafi borið að með saknæmum hætti.

Eubanks verður krufinn á morgun í von um að hægt verði að segja til um dánarorsök hans.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.