Fjármálaráðherra segir kjör öryrkja og eldri borgara taka mið af almennri þróun Heimir Már Pétursson skrifar 2. maí 2019 12:06 Bjarni Benediktsson segir kjör aldraðra fara eftir lögum. Vísir/Vilhelm Formaður Samfylkingarinnar vill að aldraðir og öryrkjar njóti strax sams konar hækkana og samið var um í nýgerðum kjarasamningum. Fjármálaráðherra segir kjör þessara hópa fara eftir lögum og hækka samkvæmt almennum launahækkunum. Sjaldan hafi orðið eins miklar breytingar til hins betra á kjörum aldraðra og undanfarin ár. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra á Alþingi í morgun hvernig stjórnvöld hyggðust bæta kjör öryrkja og eldri borgara sem hefðu engan samningsrétt til samræmis við nýgerða kjarasamninga. „Það liggur fyrir frumvarp Samfylkingarinnar um hækkun lífeyrisalmannatrygginga til jafns við lægstu launin.Ef öryrkjar og eldri borgarar fá ekki sambærilegar hækkanir munu þessir hópar dragast enn lengra aftur úr. Þetta er sumt af fátækasta fólkinu í okkar samfélagi,“ sagði Logi. Bjarni sagði ríkið ekki standa í kjarasamningagerð við aldraða og öryrkja. Um kjör þeirra giltu ákveðin lög til að mynda varðandi eldri borgara sem ekki hafi náð að safna upp lífeyrisréttindum og bætur til þeirra sem orðið hefðu fyrir áföllum eða komiðí heiminn með skerta starfsgetu. „Þar er gert ráð fyrir því að frá ári til árs verði breytingar til hækkunar í samræmi við almenna kjaraþróun í landinu. Það er ekki vísað sérstaklega til þess sem gerist með lægst taxta,“ sagði Bjarni. Logi sagði að brugðið hafi veriðút fráþessari framkvæmd árið 2011. „Þá fengu þessir hópar hækkun strax í kjölfar kjarasamninga. Og ég spyr; stendur til að gera það aftur;“ sagði Logi. Hann minnti einnig á aðþaðætti eftir að gera kjarasamninga við opinbera starfsmenn. Fjármálaráðherra sagði alla njóta þeirra aðgerða sem stjórnvöld hafi kynnt í tengslum við nýgerða kjarasamninga til að mynda í skattamálum. Opinberir starfsmenn sem og aldraðir og öryrkjar.Skattabreytingarnar muni nýtast þeim lægst launuðu mest. Þar væru öryrkjar og eldri borgarar fjölmennir. „Ríkisstjórnin er að teygja sig sérstaklega til þeirra hópa sem háttvirtur þingmaður ber hér fyrir brjósti. Ég þarf ekki að láta segja mér aðþaðþurfi að gera betur við eldri borgara. Vegna þess aðég held aðþað verði vandfundinn sá tími í lýðveldissögunni þar sem meiri framfarir hafi veriðá kjörum eldri borgara heldur en einmitt undanfarin ár,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Félagsmál Kjaramál Mest lesið Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Fækkar ráðlögðum bóluefnum Erlent Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Innlent „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Erlent „Loksins ljós við enda ganganna“ Innlent Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Innlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Fleiri fréttir Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar vill að aldraðir og öryrkjar njóti strax sams konar hækkana og samið var um í nýgerðum kjarasamningum. Fjármálaráðherra segir kjör þessara hópa fara eftir lögum og hækka samkvæmt almennum launahækkunum. Sjaldan hafi orðið eins miklar breytingar til hins betra á kjörum aldraðra og undanfarin ár. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra á Alþingi í morgun hvernig stjórnvöld hyggðust bæta kjör öryrkja og eldri borgara sem hefðu engan samningsrétt til samræmis við nýgerða kjarasamninga. „Það liggur fyrir frumvarp Samfylkingarinnar um hækkun lífeyrisalmannatrygginga til jafns við lægstu launin.Ef öryrkjar og eldri borgarar fá ekki sambærilegar hækkanir munu þessir hópar dragast enn lengra aftur úr. Þetta er sumt af fátækasta fólkinu í okkar samfélagi,“ sagði Logi. Bjarni sagði ríkið ekki standa í kjarasamningagerð við aldraða og öryrkja. Um kjör þeirra giltu ákveðin lög til að mynda varðandi eldri borgara sem ekki hafi náð að safna upp lífeyrisréttindum og bætur til þeirra sem orðið hefðu fyrir áföllum eða komiðí heiminn með skerta starfsgetu. „Þar er gert ráð fyrir því að frá ári til árs verði breytingar til hækkunar í samræmi við almenna kjaraþróun í landinu. Það er ekki vísað sérstaklega til þess sem gerist með lægst taxta,“ sagði Bjarni. Logi sagði að brugðið hafi veriðút fráþessari framkvæmd árið 2011. „Þá fengu þessir hópar hækkun strax í kjölfar kjarasamninga. Og ég spyr; stendur til að gera það aftur;“ sagði Logi. Hann minnti einnig á aðþaðætti eftir að gera kjarasamninga við opinbera starfsmenn. Fjármálaráðherra sagði alla njóta þeirra aðgerða sem stjórnvöld hafi kynnt í tengslum við nýgerða kjarasamninga til að mynda í skattamálum. Opinberir starfsmenn sem og aldraðir og öryrkjar.Skattabreytingarnar muni nýtast þeim lægst launuðu mest. Þar væru öryrkjar og eldri borgarar fjölmennir. „Ríkisstjórnin er að teygja sig sérstaklega til þeirra hópa sem háttvirtur þingmaður ber hér fyrir brjósti. Ég þarf ekki að láta segja mér aðþaðþurfi að gera betur við eldri borgara. Vegna þess aðég held aðþað verði vandfundinn sá tími í lýðveldissögunni þar sem meiri framfarir hafi veriðá kjörum eldri borgara heldur en einmitt undanfarin ár,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Félagsmál Kjaramál Mest lesið Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Fækkar ráðlögðum bóluefnum Erlent Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Innlent „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Erlent „Loksins ljós við enda ganganna“ Innlent Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Innlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Fleiri fréttir Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Sjá meira