Telja sig hafa náð að skima fyrir síþreytu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. maí 2019 13:15 Ron Davis, prófessor í lífefnafræði og erfðafræði, átti hugmyndina að aðferðinni og tók þátt í að þróa hana, segir að það sé allt of algengt að læknar afskrifi síþreytu sem hugarburð fólks. Vísir/getty Rannsakendur við Stanford-háskóla í Bandaríkjunum telja sig hafa náð að þróa greiningaraðferð fyrir síþreytu (e. Chronic fatigue Syndrome). Fram að þessu hefur ekki verið hægt að sýna fram á líffræðilegar vísbendingar um sjúkdominn. Sjúkdómsgreiningin hefur þannig eingöngu byggst á upplifunum fólks sem telur sig þjást af honum og einkennum þeirra. Nú binda rannsakendurnir vonir við að hafa fundið leið til að skima fyrir síþreytu með blóðrannsókn. Ron Davis, prófessor í lífefnafræði og erfðafræði, sem átti hugmyndina að aðferðinni og tók þátt í að þróa hana, segir að það sé allt of algengt að læknar afskrifi síþreytu sem hugarburð fólks. Davis og Rahim Esfandyarpour, prófessor við Stanford, og samstarfsfólk settu á fót rannsókn til að sannreyna nýtt greiningarkerfi fyrir síþreytu með blóðrannsókn. Rannsóknarteymið framkvæmdi rannsókn á fjörutíu þátttakendum. Helmingur þátttakenda sagðist þjást af síþreytu en hinn ekki. Ritgerð sem gerir grein fyrir aðferðum og niðurstöðum rannsóknarinnar var á dögunum birt í vísindatímaritinu The Proceedings of the National Academy of Sciences. Blóðsýni var tekið úr öllum þátttakendum en greiningarkerfið byggist í grunninn á því hvernig ónæmisfrumur bregðast við streitu. Hið nýja greiningargerfi leiddi til nákvæmrar niðurstöðu og náði að greina í sundur þá sem sögðust fyrir rannsóknina þjást af síþreytu frá hinum heilbrigðu sem kenndu sér einskis meins. Góðu fréttirnar eru þær að talið er að greiningarkerfið, sem þó er enn á frumstigi, gæti orðið til þess að finna lyf sem hugsanlega gætu meðhöndlað síþreytu og þannig bætt lífsgæði fólks sem þjáist af hinum hvimleiða sjúkdómi. Hingað til hafa læknar gefið sjúkdómsgreininguna þegar allir aðrir sjúkdómar hafa verið útilokaðir. Greiningin hefur þá byggt á einkennum sem sjúklingar hafa lýst á borð við örmögnun, ljósnæmni og óútskýrðan sársauka.Fann vísbendingu í blóðsýni sonar síns Davis lagði upp í „rannsóknarleiðangurinn“ af persónulegum ástæðum og í örvæntingarfullri leit að svörum því sonur hans hefur þjáðst af ME eða síþreytu í rúman áratug. Hann vildi ólmur finna líffræðilegar sannanir fyrir sjúkdómnum því þær gætu orðið forsenda þess að finna viðeigandi meðferð. Davis kom auga á mögulega vísbendingu um sönnun fyrir sjúkdómnum þegar hann rannsakaði blóðsýni sonar síns. Uppgötvunin varð til þess að hann leitaði til Esfandyarpour sem hjálpaði honum að þróa greiningaraðferðina. „Við sjáum mjög greinilegan mun á því hvernig ónæmisfrumur í annars vegar fólki sem þjáist af síþreytu og hins vegar heilbrigðu fólki bregðast við streitu.“ „Við vitum ekki nákvæmlega hvers vegna frumurnar og blóðvökvinn haga sér með þessum hætti og raunar ekki heldur hvað þær eru yfir höfuð að gera,“ segir Davis og bætir við: „Þetta er vísindaleg sönnun þess að sjúkdómurinn er ekki bara ímyndun sjúklinganna“. Á heimasíðu ME-samtakanna segir að sjúkdómnum fylgi fjölmörg einkenni sem lýsi sér aðallega í skertri virkni heila, meltingarfærum, æðakerfi, ónæmiskerfi og orkuvirkni frumna. ME hefur verið flokkaður sem taugafræðilegur sjúkdómur hjá Alþjóða heilbrigðisstofnuninni WHO síðan árið 1969. Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Rannsakendur við Stanford-háskóla í Bandaríkjunum telja sig hafa náð að þróa greiningaraðferð fyrir síþreytu (e. Chronic fatigue Syndrome). Fram að þessu hefur ekki verið hægt að sýna fram á líffræðilegar vísbendingar um sjúkdominn. Sjúkdómsgreiningin hefur þannig eingöngu byggst á upplifunum fólks sem telur sig þjást af honum og einkennum þeirra. Nú binda rannsakendurnir vonir við að hafa fundið leið til að skima fyrir síþreytu með blóðrannsókn. Ron Davis, prófessor í lífefnafræði og erfðafræði, sem átti hugmyndina að aðferðinni og tók þátt í að þróa hana, segir að það sé allt of algengt að læknar afskrifi síþreytu sem hugarburð fólks. Davis og Rahim Esfandyarpour, prófessor við Stanford, og samstarfsfólk settu á fót rannsókn til að sannreyna nýtt greiningarkerfi fyrir síþreytu með blóðrannsókn. Rannsóknarteymið framkvæmdi rannsókn á fjörutíu þátttakendum. Helmingur þátttakenda sagðist þjást af síþreytu en hinn ekki. Ritgerð sem gerir grein fyrir aðferðum og niðurstöðum rannsóknarinnar var á dögunum birt í vísindatímaritinu The Proceedings of the National Academy of Sciences. Blóðsýni var tekið úr öllum þátttakendum en greiningarkerfið byggist í grunninn á því hvernig ónæmisfrumur bregðast við streitu. Hið nýja greiningargerfi leiddi til nákvæmrar niðurstöðu og náði að greina í sundur þá sem sögðust fyrir rannsóknina þjást af síþreytu frá hinum heilbrigðu sem kenndu sér einskis meins. Góðu fréttirnar eru þær að talið er að greiningarkerfið, sem þó er enn á frumstigi, gæti orðið til þess að finna lyf sem hugsanlega gætu meðhöndlað síþreytu og þannig bætt lífsgæði fólks sem þjáist af hinum hvimleiða sjúkdómi. Hingað til hafa læknar gefið sjúkdómsgreininguna þegar allir aðrir sjúkdómar hafa verið útilokaðir. Greiningin hefur þá byggt á einkennum sem sjúklingar hafa lýst á borð við örmögnun, ljósnæmni og óútskýrðan sársauka.Fann vísbendingu í blóðsýni sonar síns Davis lagði upp í „rannsóknarleiðangurinn“ af persónulegum ástæðum og í örvæntingarfullri leit að svörum því sonur hans hefur þjáðst af ME eða síþreytu í rúman áratug. Hann vildi ólmur finna líffræðilegar sannanir fyrir sjúkdómnum því þær gætu orðið forsenda þess að finna viðeigandi meðferð. Davis kom auga á mögulega vísbendingu um sönnun fyrir sjúkdómnum þegar hann rannsakaði blóðsýni sonar síns. Uppgötvunin varð til þess að hann leitaði til Esfandyarpour sem hjálpaði honum að þróa greiningaraðferðina. „Við sjáum mjög greinilegan mun á því hvernig ónæmisfrumur í annars vegar fólki sem þjáist af síþreytu og hins vegar heilbrigðu fólki bregðast við streitu.“ „Við vitum ekki nákvæmlega hvers vegna frumurnar og blóðvökvinn haga sér með þessum hætti og raunar ekki heldur hvað þær eru yfir höfuð að gera,“ segir Davis og bætir við: „Þetta er vísindaleg sönnun þess að sjúkdómurinn er ekki bara ímyndun sjúklinganna“. Á heimasíðu ME-samtakanna segir að sjúkdómnum fylgi fjölmörg einkenni sem lýsi sér aðallega í skertri virkni heila, meltingarfærum, æðakerfi, ónæmiskerfi og orkuvirkni frumna. ME hefur verið flokkaður sem taugafræðilegur sjúkdómur hjá Alþjóða heilbrigðisstofnuninni WHO síðan árið 1969.
Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira