Réttarhöldunum í Marokkó frestað Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. maí 2019 15:05 Louisa Vesterager Jespersen, 24 ára, og Maren Ueland, 28 ára, fundust myrtar í Marokkó þann 17. desember síðastliðinn. Myndir/Facebook Réttarhöld yfir 24 einstaklingum, sem grunaðir eru um aðild að morðunum á tveimur norrænum konum í Marokkó í desember, hófust í dag. Þeim var í kjölfarið frestað um tvær vikur, þangað til 16. maí næstkomandi, að beiðni verjenda svo þeir geti undirbúið málflutning sinn. Lík kvennanna, þeirra Louisu Vesterager Jespersen og Marenar Ueland, fundust í Atlasfjallgarðinum í desember þar sem þær höfðu verið saman á bakpokaferðalagi. Þær höfðu verið myrtar á hrottafenginn hátt en á meðal sönnunargagna í málinu er myndband sem sagt er sýna morðið á annarri konunni. Fjórtán hafa verið ákærðir í Danmörku fyrir dreifingu á umræddu myndbandi. Sakborningarnir mættu allir fyrir rétt í marokkósku borginni Salé í dag. Tveir þeirra höfnuðu því að fá úthlutað verjendum og kváðust ætla að ráða sína eigin. Sakborningarnir hafa m.a. verið ákærðir fyrir að stofna hryðjuverkahóp og þá eiga þrír þeirra yfir höfði sér dauðarefsingu fyrir að hafa framið morðin í nafni hryðjuverkasamtakanna ISIS. Abdessamad Ejjoud, 25 ára götusali, er sakaður um að hafa leitt aðgerðir hópsins. Dómstóll í Marokkó dæmdi svissnesk-breskan mann í tíu ára fangelsi um miðjan mánuðinn í tengslum við morðin á Ueland og Jesepersen. Hann var fundinn sekur um að hafa verið virkur innan hryðjuverkasamtaka en var ekki dæmdur fyrir beina aðild að morðunum. Áður hafði 25 ára Svisslendingur sömuleiðis verið handtekinn í tengslum við málið. Sá var grunaður um að hafa kennt liðsmönnum hryðjuverkahópsins, sem stóð fyrir árásinni á konunum, á vopn. Danmörk Marokkó Marokkó-morðin Noregur Tengdar fréttir Handteknir fyrir að fagna Marokkómorðunum Norska dagblaðið Verdens Gang, VG, hefur þetta eftir heimildarmönnum sínum í dag. 3. janúar 2019 23:15 Fjórtán ákærðir í Danmörku fyrir að deila morðmyndbandinu Lögregla í Danmörku hefur ákveðið að ákæra fjórtán manneskjur fyrir að deila myndbandi, sem sýnir morðið á annarri konunni sem myrt var í Marokkó í desember. 7. mars 2019 12:12 Svisslendingur dæmdur eftir morðin í Marokkó Dómstóll í Marokkó hefur dæmt 33 ára mann í tíu ára fangelsi í tengslum við morðin á hinni norsku Maren Ueland og hinni dönsku Louisu Vesterager Jespersen í Atlasfjöllum í desember síðastliðinn. 12. apríl 2019 10:29 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent „Það er svo mikil skömm í kringum þetta“ Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Fleiri fréttir Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Sjá meira
Réttarhöld yfir 24 einstaklingum, sem grunaðir eru um aðild að morðunum á tveimur norrænum konum í Marokkó í desember, hófust í dag. Þeim var í kjölfarið frestað um tvær vikur, þangað til 16. maí næstkomandi, að beiðni verjenda svo þeir geti undirbúið málflutning sinn. Lík kvennanna, þeirra Louisu Vesterager Jespersen og Marenar Ueland, fundust í Atlasfjallgarðinum í desember þar sem þær höfðu verið saman á bakpokaferðalagi. Þær höfðu verið myrtar á hrottafenginn hátt en á meðal sönnunargagna í málinu er myndband sem sagt er sýna morðið á annarri konunni. Fjórtán hafa verið ákærðir í Danmörku fyrir dreifingu á umræddu myndbandi. Sakborningarnir mættu allir fyrir rétt í marokkósku borginni Salé í dag. Tveir þeirra höfnuðu því að fá úthlutað verjendum og kváðust ætla að ráða sína eigin. Sakborningarnir hafa m.a. verið ákærðir fyrir að stofna hryðjuverkahóp og þá eiga þrír þeirra yfir höfði sér dauðarefsingu fyrir að hafa framið morðin í nafni hryðjuverkasamtakanna ISIS. Abdessamad Ejjoud, 25 ára götusali, er sakaður um að hafa leitt aðgerðir hópsins. Dómstóll í Marokkó dæmdi svissnesk-breskan mann í tíu ára fangelsi um miðjan mánuðinn í tengslum við morðin á Ueland og Jesepersen. Hann var fundinn sekur um að hafa verið virkur innan hryðjuverkasamtaka en var ekki dæmdur fyrir beina aðild að morðunum. Áður hafði 25 ára Svisslendingur sömuleiðis verið handtekinn í tengslum við málið. Sá var grunaður um að hafa kennt liðsmönnum hryðjuverkahópsins, sem stóð fyrir árásinni á konunum, á vopn.
Danmörk Marokkó Marokkó-morðin Noregur Tengdar fréttir Handteknir fyrir að fagna Marokkómorðunum Norska dagblaðið Verdens Gang, VG, hefur þetta eftir heimildarmönnum sínum í dag. 3. janúar 2019 23:15 Fjórtán ákærðir í Danmörku fyrir að deila morðmyndbandinu Lögregla í Danmörku hefur ákveðið að ákæra fjórtán manneskjur fyrir að deila myndbandi, sem sýnir morðið á annarri konunni sem myrt var í Marokkó í desember. 7. mars 2019 12:12 Svisslendingur dæmdur eftir morðin í Marokkó Dómstóll í Marokkó hefur dæmt 33 ára mann í tíu ára fangelsi í tengslum við morðin á hinni norsku Maren Ueland og hinni dönsku Louisu Vesterager Jespersen í Atlasfjöllum í desember síðastliðinn. 12. apríl 2019 10:29 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent „Það er svo mikil skömm í kringum þetta“ Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Fleiri fréttir Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Sjá meira
Handteknir fyrir að fagna Marokkómorðunum Norska dagblaðið Verdens Gang, VG, hefur þetta eftir heimildarmönnum sínum í dag. 3. janúar 2019 23:15
Fjórtán ákærðir í Danmörku fyrir að deila morðmyndbandinu Lögregla í Danmörku hefur ákveðið að ákæra fjórtán manneskjur fyrir að deila myndbandi, sem sýnir morðið á annarri konunni sem myrt var í Marokkó í desember. 7. mars 2019 12:12
Svisslendingur dæmdur eftir morðin í Marokkó Dómstóll í Marokkó hefur dæmt 33 ára mann í tíu ára fangelsi í tengslum við morðin á hinni norsku Maren Ueland og hinni dönsku Louisu Vesterager Jespersen í Atlasfjöllum í desember síðastliðinn. 12. apríl 2019 10:29