Mourinho kallaði Messi guð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. maí 2019 09:00 Lionel Messi fagnar öðru marka sinna á móti Liverpool. Getty/Chris Brunskill Knattspyrnustjórinn Jose Mourinho hefur kynnst ýmislegu í fótboltanum og þjálfað marga af bestu leikmönnum heims. Mourinho hefur aftur á móti aldrei þjálfað Lionel Messi. Mourinho er hins vegar í aðdáendaklúbbi Argentínumannsins eins og kannski flestir knattspyrnuáhugamenn heimsins. Mourinho var að vinna sem knattspyrnusérfræðingur þegar Messi gerði út um fyrri undanúrslitaviðureign Barcelona og Liverpool í fyrrakvöld. Jose Mourinho hefur margoft staðið frammi fyrir því risastóra verkefni að finna leiðir til þess að reyna að halda aftur af Lionel Messi. Samband þeirra hefur ekki verið allt of gott síðan að Mourinho sakaði Argentínumanninn um leikaraskap þegar þeir mættust fyrst í Meistaradeildinni. Það batnaði heldur ekki þau þrjú ár sem Jose Mourinho stýrði liði Real Madrid. Það virðist vera allt gleymt í dag því Jose Mourinho sparaði ekki hrósið á Argentínumanninn þegar hann fjallaði um 3-0 sigur Barcelona á Liverpool. Mourinho var þar mættur í vinnuna hjá Russia Today en Manchester Evening News sagði frá. „Liverpool sýndi hugrekki í nálgun sinni. Ég held að á síðustu tuttugu árum hafi ekki mörg lið verið meira með boltann en Barcelona í leik í Meistaradeildinni,“ sagði Jose Mourinho. „Guð fótboltans breytti öllu í þessum leik. Barcelona er auðvitað með gott fótboltalið og frábæra leikmenn en þessi leikur er algjörlega ótrúlegur,“ sagði Mourinho. „Liverpool átti miklu meira skilið en 3-0 tap en á lokakafla leiksins hefði þetta líka geta orðið 4-0 eða 5-0 því leikurinn var galopin og þeir réðu ekki við þá. Stóra spurningin er hvernig Barcelona lið munum við sjá þegar Messi ákveður að kveðja,“ sagði Mourinho. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Messi og Ronaldo eru núna jafnir með 600 mörk Lionel Messi skoraði í gærkvöldi sitt sexhundruðasta mark fyrir Barcelona aðeins nokkrum dögum eftir að Cristiano Ronaldo skoraði sitt sexhundrasta mark fyrir sín félagslið. 2. maí 2019 17:00 Messi komst upp með að færa boltann á mun betri stað í aukaspyrnunni Lionel Messi skoraði magnað mark í Meistaradeildinni í gærkvöldi þegar hann innsiglaði 3-0 sigur Barcelona á Liverpool í fyrri undanúrslitaleik liðanna. 2. maí 2019 09:00 Messi sá markahæsti á móti bestu liðum Englands og spilar ekki einu sinni í deildinni Lionel Messi sýndi enn einu sinni snilli sína í gærkvöldi þegar hann skoraði tvö mörk í 3-0 sigri á Liverpool í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. 2. maí 2019 12:30 Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Sjá meira
Knattspyrnustjórinn Jose Mourinho hefur kynnst ýmislegu í fótboltanum og þjálfað marga af bestu leikmönnum heims. Mourinho hefur aftur á móti aldrei þjálfað Lionel Messi. Mourinho er hins vegar í aðdáendaklúbbi Argentínumannsins eins og kannski flestir knattspyrnuáhugamenn heimsins. Mourinho var að vinna sem knattspyrnusérfræðingur þegar Messi gerði út um fyrri undanúrslitaviðureign Barcelona og Liverpool í fyrrakvöld. Jose Mourinho hefur margoft staðið frammi fyrir því risastóra verkefni að finna leiðir til þess að reyna að halda aftur af Lionel Messi. Samband þeirra hefur ekki verið allt of gott síðan að Mourinho sakaði Argentínumanninn um leikaraskap þegar þeir mættust fyrst í Meistaradeildinni. Það batnaði heldur ekki þau þrjú ár sem Jose Mourinho stýrði liði Real Madrid. Það virðist vera allt gleymt í dag því Jose Mourinho sparaði ekki hrósið á Argentínumanninn þegar hann fjallaði um 3-0 sigur Barcelona á Liverpool. Mourinho var þar mættur í vinnuna hjá Russia Today en Manchester Evening News sagði frá. „Liverpool sýndi hugrekki í nálgun sinni. Ég held að á síðustu tuttugu árum hafi ekki mörg lið verið meira með boltann en Barcelona í leik í Meistaradeildinni,“ sagði Jose Mourinho. „Guð fótboltans breytti öllu í þessum leik. Barcelona er auðvitað með gott fótboltalið og frábæra leikmenn en þessi leikur er algjörlega ótrúlegur,“ sagði Mourinho. „Liverpool átti miklu meira skilið en 3-0 tap en á lokakafla leiksins hefði þetta líka geta orðið 4-0 eða 5-0 því leikurinn var galopin og þeir réðu ekki við þá. Stóra spurningin er hvernig Barcelona lið munum við sjá þegar Messi ákveður að kveðja,“ sagði Mourinho.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Messi og Ronaldo eru núna jafnir með 600 mörk Lionel Messi skoraði í gærkvöldi sitt sexhundruðasta mark fyrir Barcelona aðeins nokkrum dögum eftir að Cristiano Ronaldo skoraði sitt sexhundrasta mark fyrir sín félagslið. 2. maí 2019 17:00 Messi komst upp með að færa boltann á mun betri stað í aukaspyrnunni Lionel Messi skoraði magnað mark í Meistaradeildinni í gærkvöldi þegar hann innsiglaði 3-0 sigur Barcelona á Liverpool í fyrri undanúrslitaleik liðanna. 2. maí 2019 09:00 Messi sá markahæsti á móti bestu liðum Englands og spilar ekki einu sinni í deildinni Lionel Messi sýndi enn einu sinni snilli sína í gærkvöldi þegar hann skoraði tvö mörk í 3-0 sigri á Liverpool í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. 2. maí 2019 12:30 Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Sjá meira
Messi og Ronaldo eru núna jafnir með 600 mörk Lionel Messi skoraði í gærkvöldi sitt sexhundruðasta mark fyrir Barcelona aðeins nokkrum dögum eftir að Cristiano Ronaldo skoraði sitt sexhundrasta mark fyrir sín félagslið. 2. maí 2019 17:00
Messi komst upp með að færa boltann á mun betri stað í aukaspyrnunni Lionel Messi skoraði magnað mark í Meistaradeildinni í gærkvöldi þegar hann innsiglaði 3-0 sigur Barcelona á Liverpool í fyrri undanúrslitaleik liðanna. 2. maí 2019 09:00
Messi sá markahæsti á móti bestu liðum Englands og spilar ekki einu sinni í deildinni Lionel Messi sýndi enn einu sinni snilli sína í gærkvöldi þegar hann skoraði tvö mörk í 3-0 sigri á Liverpool í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. 2. maí 2019 12:30