Erlent

Hafnaði ofan í á við lendingu

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
AP
Enginn slasaðist alvarlega þegar farþegaflugvél af gerðinni Boeing 737 hafnaði utan flugbrautar eftir lendingu og lenti ofan í St. John‘s ánni í Flórída í gærkvöldi. Alls voru 143 um borð og af þeim hlutu 20 minniháttar meiðsli.

Flugvélin er gerð út af flugfélaginu Miami Air International og var að koma frá Guantanamo-flóa á Kúbu og var áfangastaðurinn herstöð Bandaríkjahers í Jacksonville. Í færslu á Twitter segir Lenny Curry, borgarstjóri í Jacksonville, að hann hafi fengið upplýsingar um að allir farþegar flugvélarinnar hafi komist lífs af. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×